Búið að draga á ÍM seniora

Íslandsmót karla og kvenna 2019 verður haldið á morgun í Laugardalshöllinni og hefst kl. 10 með forkeppni sem lýkur um kl. 12. Úrslit hefjast svo kl. 13 og standa þau yfir til um kl. 14 en þá hefst keppni í opnum flokkum sem lýkur um kl. 15:30 og mótslok kl. 16:00. Búið er að draga og er keppendalistinn hér.

Mótið verður í beinni útsendingu á youtube. Völlur 1. og Völlur 2.

Hér neðar eru myndir frá undirbúningi mótsins í höllinni í kvöld.

Dómaranámskeið JSÍ

Það var vel sótt dómaranámskeiðið sem JSÍ hélt í gær en þátttakendur voru tuttugu og þrír. Það voru þeir Björn Sigurðarson og Birkir Jóakimsson sem að sáu um námskeiðið og fóru þeir yfir nokkur myndbönd þar sem og dómar voru skýrðir og reglur áréttaðar og svörðu síðan fyrirspurnum um ýmis vafa atriði.

Íslandsmót karla og kvenna 2019

Íslandsmót karla og kvenna 2019 verður haldið í Laugardalshöllinni laugardaginn 27. apríl næstkomandi og hefst kl. 10 með forkeppni sem lýkur um kl. 12. Úrslit hefjast svo kl. 13 og standa þau yfir til um kl. 14 en þá hefst keppni í opnum flokkum sem lýkur um kl. 15:30 og mótslok kl. 16:00. Þátttökuskráningu lýkur annað kvöld og verður keppendalistinn birtur hér.

Ekki er hægt að gera breytingu á skráningu eftir að skráningafresti lýkur nema gegn greiðslu nýs keppnisgjalds og það sama á við hjá keppendum sem standast ekki vigt og vilja færa sig um flokk þá er það leyft gegn greiðslu á nýju keppnisgjaldi.

Vigtun hjá JR föstudaginn 26. apríl frá 18:00-19:00 og muna að hafa bæði bláan og hvítan judobúning kláran í keppninni, nánari upplýsingar hér.

Mótið verður í beinni útsendingu á youtube. Völlur 1. og Völlur 2.

Æfing annan í Páskum

Vegna fjölda áskoranna þá verður æfing í JR kl. 17:30 á mánudaginn (annar í Páskum) fyrir 15 ára og eldri. Iðkendur úr öðrumn klúbbum er velkomnir að sjálfsögðu.

Judo um Páskana

Það verða æfingar eins og venjulega í dag, á morgun og á laugardaginn en þær falla niður á Skírdag, Föstudaginn langa og annan í Páskum. Æfingar hefjast svo aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. apríl. Það gæti þó verið að það verði æfing annan í Páskum fyrir 15 og eldri en það verður þá auglýst hér.

Úrslit Íslandsmóts yngri 2019

Það voru níutíu keppendur frá níu klúbbum sem mættu til leiks í dag á Íslandsmóti yngri aldursflokka en það eru aldursflokkarnir U13, U15, U18 og U21 árs. Mótið sem hófst kl. 10 og stóð til kl. 14:30 var frábær skemmtun, margar skemmtilegar og spennandi viðureignir í öllum aldursflokkum og glæsileg köst og flottar viðureignir í gólfglímunni. Við JR -ingar unnum til 17 verðlauna 9 gull, 7 silfur og 1 brons. Kjartan Hreiðarsson var með tvenn gullverðlaun en hann vann -73 kg flokkinn bæði U18 og U21 árs. Hér eru nokkrar myndir frá mótinu og úrslitin.

Páskamót JR 2019

Páskamót JR verður haldið 4. maí en mótið sem hefur verið eitt vinsælasta mót ársins hjá yngri júdo iðkendunum og jafnframt eitt fjölmennasta mót ársins hefur venjulega verið haldið fyrstu helgi eftir Páska en þar sem Íslandsmót seniora er þá helgi verðum við að færa það aftur um eina viku.