Sveinbjörn keppir í nótt í Ástralíu

Sveinbjörn Iura keppir um kl. 2:30 í nótt (4. nóv.) á Perth Oceania Open í Ástralíu og á hann níundu viðureign en keppnin hófst í dag og klárast á morgun. Sveinbjörn fór upp um 11 sæti heimslistans á síðasta Grand Slam móti og er núna í 80. sæti. Hann mætir Nicholas Delpopolo frá USA sem er í 52 sæti heimslistans í -73 kg en hann er nýfarinn að keppa í -81 kg flokki og er þar í 149 sæti. Hér er drátturinn og hér neðar er hægt að fylgjast með í beinni útsendingu á þremur völlum og er 81 kg flokkurinn á velli 1.

Völlur 1.Völlur 2.Völlur 3.