Starfssemin og aðstaða

JR er með kennslu fyrir bæði kynin og alla aldurshópa. Strákar og stelpur æfa saman og fara ýmist í byrjenda eða framhaldsflokk og í eftirfarandi aldurshópa. Börn 5-6ára, börn 7-10 ára, börn 11-14 ára, U18 (15,16,17 ára), U21 (18,19,20 ára) og fullorðnir þ.e. 15 ára og eldri. Aðstaða félagsins er í Ármúla 17a. Á jarðhæðinni er setustofa,  stór judosalur, búningsklefar fyrir bæði kynin, salerni, sturtur og sauna. Í kjallara er lítill judosalur og líkamsræktarstöð sem allir iðkendur 15 ára og eldri hafa aðgang að.

Æfingatími

Meistaraflokkur (lágmarksaldur 15 ára og gráða 1. kyu, brúnt belti)
Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 18:00-19:30

Framhald 15 ára og eldri/framhald U21 og framhald U18 (lámarksgráða 5.kyu, gult belti)
Mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18:00-19:30

Kvennatími 15 ára og eldri
Mánudaga og miðvikudaga kl. 17:00-18:00

Byrjendur 15 ára og eldri
Mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18:00-19:00
(Eftir 4-6 vikur færast byrjendur í framhald 15 ára og eldri, sjá hér ofar og verða þá til 19:30 )

Gólfglíma, byrjendur og framhald 30 ára og eldri
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17:00-18:00 og laugardaga kl. 11:00-12:00

Börn 11-14 ára – byrjendur og framhald
Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 17:00-18:00

Börn 7-10 ára – byrjendur og framhald
Þriðjudaga, fimmtudaga kl. 17:00-18:00

Börn 5-6 ára – byrjendur og framhald (Judobúningur fylgir byrjendanámskeiði)
Laugardaga kl. 10:00-11:00

Auk ofangreinds eru oft þrek/styrktar eða tækniæfingar á laugardögum kl. 17:00-18:00
Eru þær opnar öllum 11-14 ára og 15 ára og eldri og er skipt í hópa eftir aldri og getu. Iðkendur 15 ára og eldri hafa einnig aðgang að lyftinga og tækjasal félagsin á opnunartíma.

Ef þú viltu pófa Judo hafðu þá samband

Ef þig langar að prófa judo hafðu þá samband í síma 588-3200 eða sendu tölvupóst á jr@judo.is Allir fá ókeypis prufutíma og það er í góðu lagi að mæta í fyrstu tíma í bol  og síðum íþróttabuxum ef þú átt ekki judobúning eða eitthvað svipað en judobúningar fást í klúbbnum.

Kennsla á vorönn hefst alla jafnan fyrstu vikuna í  janúar og haustönnin fyrstu vikuna í september. Þó að námskeið sé hafið þá er oftast hægt að bætast í hópinn. Láttu sjá þig.

Næstu námskeið

Byrjendur og framhald Skráning hér

Saga félagsins

Judofélag Reykjavíkur stofnað 16. október 1965

Þegar Judofélag Reykjavíkur var stofnað hafði judo-íþróttin verið æfð hér á landi í nokkur ár á vegum judodeildar Ármanns. Í hópi þeirra ungu manna, sem ákváðu að stofna nýtt judofélag var þjálfari Ármenninga, Sigurður H. Jóhannsson, sem var brautryðjandi íþróttarinnar hér á landi og fyrsti íslenski judoþjálfarinn. Continue reading “Saga félagsins”

Almennar upplýsingar

Heimilisfang
Ármúli 17a , 108 Reykjavík
Sími : 588 3200
Netfang: jr@judo.is

Opnunartími
Mánudaga – Föstudaga
12:00–13:00 og 17:00-21:00
Laugardaga
9:30–18:00
Sunnudagar
Lokað

Kort, hér erum við
Judofélag Reykjavíkur nýtur styrkja Reykjavíkurborgar