Starfssemin og aðstaða

JR er með kennslu fyrir bæði kynin og alla aldurshópa. Strákar og stelpur æfa saman og fara ýmist í byrjenda eða framhaldsflokk og í eftirfarandi aldurshópa. Börn 7-10 ára, börn 11-14 ára og síðan fullorðnir þ.e. 15 ára og eldri. Aðstaða félagsins er í Ármúla 17a. Á jarðhæðinni er setustofa, stór judosalur, búningsklefar, sturtur og sauna. Í kjallara er lítill judosalur og líkamsræktar stöð sem allir iðkendur 15 ára og eldri hafa aðgang að.

Aldursflokkar og æfingatími

Meistaraflokkur, mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga , fimmtudaga og föstudaga kl. 18:30-20:00

Framhald 15 ára og eldri, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga
kl. 18:30-20:00

Byrjendur 15 ára og eldri, mánudaga, miðvikudaga
kl. 20:00-21:00 og fimmtudaga kl. 18:30 -20:00

Byrjendur og framhald 11-14 ára, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 17:30-18:30 og laugardaga kl. 17:00-18:00.

Byrjendur og framhald 7-10 ára, þriðjudaga, fimmtudaga kl. 17:30-18:30 og laugardaga kl. 17:00-18:00

Stundaskrá                      Næstu námskeið                     Skráning

Fréttir

Saga félagsins

Judofélag Reykjavíkur stofnað 16. október 1965

Þegar Judofélag Reykjavíkur var stofnað hafði judo-íþróttin verið æfð hér á landi í nokkur ár á vegum judodeildar Ármanns. Í hópi þeirra ungu manna, sem ákváðu að stofna nýtt judofélag var þjálfari Ármenninga, Sigurður H. Jóhannsson, sem var brautryðjandi íþróttarinnar hér á landi og fyrsti íslenski judoþjálfarinn. Continue reading “Saga félagsins”

Almennar upplýsingar

Hér erum við
Ármúla 17a , 108 Reykjavík
Sími
588 3200
Netfang
jr@judo.is


Opnunartími
Mánudaga – Föstudaga
12:00–13:00 og 17:00-21:00
Laugardaga
9:30–16:00
Sunnudagar
Lokað

Kort, hér erum við