Ingunn og Kjartan með silfur á Opna Finnska

Ingunn Sigurðardóttir og Kjartan Hreiðarsson unnu til silfurverðlauna á Opna Finnska í Turku í dag. Keppendur okkar komu seint á keppnisstað í gær þar sem það stóð illa á flugi og höfðu því lítinn tíma til að ná vigt en það gerðu þó allir nema Ingunn og Kjartan sem voru tæplega kíló yfir og urðu því að keppa í næsta þyngdarflokki ofar. Það kom þó ekki að sök þegar upp var staðið því þau náðu flottum árangri og unnu til silfurverðlauna í þeim flokkum, Ingunnn í -78 kg flokki og Kjartan í U18 -81 kg flokki. Kjartan átti að keppa aftur síðar um daginn í U21 árs -81 kg en hætti við þátttöku þar sem hann lenti illa í úrslitaglímunni í U18 og var ekki búinn að jafna sig. Aðrir keppendur komust ekki á pall að þessu sinni en unnu þó nokkrar viðureignir. Á morgun taka keppendur okkar þátt í alþjóðlegum æfingabúðum sem haldnar eru í tengslum við mótið og koma svo heim á mánudaginn. Myndir frá mótinu verða settar hér inn um leið og þær berast.

Kjartan Hreiðarsson með silfur á Opna Finnska 2019
Ingunn Sigurðardóttir með silfur á Opna Finnska 2019
Ingunn á æfingu í JR

Kjartan á æfingu í JR