Sveitakeppnin 2019 á laugardaginn

Íslandsmeistaramótið 2019 í sveitakeppni (liðakeppni) verður haldið laugardaginn 16. nóv. í JR. Keppt verður í aldursflokkunum U15 (11-14 ára), U21 og senioraflokki. Mótið hefst kl. 11 og lýkur um kl. 13. Keppendur mæti ekki seinna en 10:30. Vigtun á föstudaginn í JR frá 18 -19 og einnig verður hægt að vigta sig á laugardagsmorguninn frá 9:30-10.

Í karlaflokki verða tvær sveitir frá JR og ein frá Selfossi, í U21 verður sveit frá JR og Selfossi og í U15 verða fjórar sveitir og eru þær frá JR, Selfossi, Njarðvík og Þrótti. Hér neðar eru myndir af verðlaunahöfum JR frá sveitakeppninni 2018.