Sveinbjörn komst ekki áfram á Perth Open

Því miður féll Sveinbjörn úr keppni í nótt á Perth Oceania Open þegar hann tapaði fyrir  Nicholas Delpopolo frá USA. Þetta var snörp viðureign sem lauk með sigri Nicholas þegar hann náði sterkum handtökum og fór eldsnöggt í sode tsurukomi goshi og skoraði Ippon. Meðfylgjandi er video klippa frá kastinu. Nicholas féll einnig úr keppni í næstu umferð er hann tapaði fyrir Aslan Lappinagov frá RUS en hann er í 9 sæti heimslistans. Mótið var gríðasterkt og í 81 kg flokknum voru fjölmargir Grand Slam verðlaunahafar og meðal annara Vedat Albayrak bronsverðlaunahafi frá HM frá 2018 sem er núna í 4. sæti heimslistans en hann varð að sætta sig við tap í þriðju umferð. Frá Ástralíu fer Sveinbjörn til Japans og mun æfa þar næstu vikur og taka síðan þátt í Osaka Grand Slam 22-24 nóvember.