Vignisbikarinn 2019

Sunnudaginn 10. nóvember næstkomandi heldur Júdódeild Ármanns júdómót í Skelli til að heiðra minningu fallins félaga, Vignis Grétars Stefánssonar. Mótið byrjar kl. 10:00 og verður keppt í aldursflokkunum U9, U11, U13 og U15.
Þátttökugjald er 1.000 krónur og aðgangseyrir fyrir eldri en 12 ára er 500 krónur. Allur ágóði af mótinu rennur í Framtíðarsjóð Vignissona, þeirra Sindra Dan og Snævars Dan.
Skráning sendist á vignisbikarinn@gmail.com. Skráningu þarf helst að skila fyrir laugardaginn 9. nóvember.