Sveitakeppni JSÍ úrslit – JR með fjögur gull

Íslandsmót 2019 í sveitakeppni JSÍ fór fram í gær og var það haldið hjá Júdofélagi Reykjavíku. Ákveðið var að halda keppnina sama dag í öllum aldursflokkum en ekki í sitthvoru lagi eins gert hefur verið fram að þessu og var því keppt í U15, U18, U21 og senioraflokki. Því miður gátu ekki öll félög sent sveitir í þessa sögulegu og mest spennandi keppni hvers árs sem sveitakeppnin jafnan er og skipar einn stærstan sess í sögu hvers félags. KA var ekki með að þessu sinni og Júdodeild Ármanns ekki heldur og munar um minna og aðeins ein kvennasveit (JR) var skráð til leiks svo ekki var keppt í senioraflokki kvenna. Keppnin var engu að síður ákaflega skemmtileg eins og jafnan er í sveitakeppni og voru margar spennandi viðureignir og allmargar fóru í gullskor því keppendur voru oft það jafnir. Í U15 voru fjórar drengjasveitir og tvær stúlknasveitir og voru þær frá eftirtöldum klúbbum, JR, Njarðvík, Selfossi og Þrótti. Í drengjasveitunum sigraði sveit JR, í öðru sæti var sveit Selfoss og Þróttarar urðu í þriðja sæti. JR ingar sigruðu einnig í keppni stúlkna og Njarðvík varð í öðru sæti. Ekki var keppt í U18 en þar var bara ein sveit skráð til leiks með fullmannaða sveit. Í U21 voru tvær sveitir skráðar til leiks og sigraði sveit JR sveit Selfyssinga sem varð þá í öðru sæti. Í sveitakeppni karla voru þrjár sveitir og þar af tvær frá JR og ein frá Selfossi og fóru leikar eins og í fyrra þannig að JR-A sigraði, sveit Selfoss varð í öðru sæti og JR-B í því þriðja. JR er því Íslandsmeistari karla 2019 og er það í sjöunda skipti í röð og í nítjánda skipti alls. Með sigrinum núna var met frá 1974-1980 jafnað en JR ingar þeirra daga sigruðu einnig sjö ár í röð. Keppnin var fyrst haldin árið 1974 og var þetta í 44 skiptið sem keppt er en hún féll niður 1993 og 2002. JR og Júdodeild Ármanns hafa sigrað nítján sinnum hvort félag, Júdodeild KA fimm sinnum og UMFK einu sinni, sjá hér. Hér neðar eru öll úrslitin 2019.

Karlar riðill Karlar viðureignir

U21 karlar riðill U21 karlar viðureignir

U15 drengir riðill U15 drengir viðureignir

U15 stúlkur riðill U15 stúlkur viðureignir