Reykjavíkurmeistaramótið 2019

Reykjavíkurmeistaramótið 2019 er í umsjón JR í ár og verður haldið sunnudaginn 3. nóvember og hefst kl. 14:00 og mótslok áætluð um kl. 16:00. Kepp verður í aldursflokkum U13, U15, U18, U21 og karla og kvennaflokkum. Eins og nafnið bendir til er þetta mót eingöngu fyrir Reykjavíkurfélögin sem eru Ármann, ÍR og JR. Þeir sem ætla að keppa láti sinn þjálfara vita og félag viðkomandi keppanda sér síðan um að skrá hann í mótið og er lokaskráningardagur fimmtudagurinn 31. okt. í gegnum skráningarkerfi JSÍ.