Fimmtudaginn 11. mars s.l. var fyrsta beltapróf ársins fyrir yngstu iðkendur JR en aldursflokkurinn 4-10 ára tók þá sitt fyrsta beltapróf og voru margir þar að fá sína fyrstu strípu. Yfir þrjátíu börn tóku þátt að þessu sinni og stóðu þau sig öll með sóma.
Börn 10 ára og yngri fá strípur á beltin sín en þegar þau verða 11 ára þá fá þau ný belti. Litirnir á strípunum segja til um aldur judoka og fjöldi strípa segja til um hve lengi hann hefur æft en það er gefin ein strípa fyrir hverja önn og eru annirnar tvær á ári. Hér er má sjá litakerfi belta fyrir 10 ára og yngri og 11 ára og eldri.
Bergur Pálsson og Egill Blöndal úr Judodeild Selfoss tóku 3. dan próf í kvöld og gerðu það með glæsibrag. Bergur tók 2. dan árið 2012 eða fyrir níu árum og Egill 2017. Til hamingju með áfangann.
Þá er vel heppnuðu Vormóti JSÍ í yngri aldursflokkum á Akureyri lokið. Mótið var í umsjón Judodeildar KA eins og undanfarin ár og fórst þeim það vel úr hendi en Hans Rúnar Snorrason hafði yfirumsón með því. Hægt var að fylgjast með framvindu mótsins á netinu og auk þess var það í beinni útsendingu sem var frábært, sérstaklega fyrir þá sem ekki komust á mótsstað. JR átti góðan dag, vann fimmtán gullverðlaun, níu silfur og fjögur bronsverðlaun. JR óskar keppendum til hamingju með árangurinn og þjálfurunum fyrir frábært starf sem þeir hafa innt af hendi. Einnig þökkum við foreldrum sem fóru með í þessa ferð fyrir þeirra aðstoð og stuðning. Hér eru úrslitin og hér er video af öllum glímunum.
Í dag var lagt af stað í rútu til Akureyra til að taka þátt í Vormóti JSÍ í aldursflokkum U13, U15, U18 og U21 árs. Langflestir klúbbar sendu þátttakendur þrátt fyrir leiðindaveður síðustu daga og eru keppendur tæplega sjötíu og koma þeir frá JR, ÍR, Selfossi, Grindavík, KA ogTindastól. Vigtun er í kvöld og svo hefst keppnin í KA heimilinu kl. 10 í fyrramálið og mótslok áætluð um kl. 15. Keppnin verður í beinni útsendingu og hægt að fylgjast með framvindu keppninnar og næstu glímum hér.
Keppendur úr JR, ÍR og Selfossi fóru saman í rútu og eru meðfylgjandi myndir teknar af hluta hópsins rétt áður en lagt var af stað.
Rútan á Vormót JSÍ yngri á Akureyri fer frá JR í Ármúlanum á morgun föstudaginn 12. mars kl. 14:00. Áætlað er að koma til baka á laugardaginn um kl. 21. Mótið fer fram í KA heimilinu og keppt í flokkum U13, U15, U18 og U21. Gisting á hóteli þar sem er boðið uppá rúm, kodda og lak svo hafa þarf með sér svefnpoka eða sæng. Kostnaður, rúta og gisting 10.000 kr. auk þess sem þátttakendur þurfa að hafa með sér pening fyrir mat en JR greiðir keppnisgjöldin fyrir alla. Með hópnum fara fjórir þjálfarar frá JR og nokkrir foreldrar. Fararstjórar verða þeir Bjarni Skúlason og Guðmundur Jónasson. Nánari upplýsingar hjá JR í síma 5883200.
Í dag verður sameiginleg æfing yngstu aldursflokkanna í JR. Æfing 4-6 ára barna sem venjulega er á laugardögum verður haldin í dag með aldursflokki 7-10 ára og hefst hún fyrr en venjulega eða kl. 17:00 og stendur til 18:30. Athugið að æfing 4-6 ára barna fellur þá niður næsta laugardag.
Hjá JR eru nýhafnar æfingar fyrir “Old boys” og hafa þær verið vel sóttar. Æft er á þriðjudögum kl. 16:30-17:30 engin aldurstakmörk og allir velkomnir. Æfingarnar eru í rólegri kantinum, aðallega gólfglíma en auðvitað líka standandi glíma fyrir þá sem það vilja en fyrst og fremst er þetta mjög frjálst og hver og einn getur æft á sínum hraða. Með tilkomu Old boys þá eru iðkendur í klúbbnum á aldrinum fjögurra til sjötíu og fimm ára sem er ákaflega jákvætt því þeir eldri búa að mikilli reynslu til að miðla til hinna yngri. Hvernig væri að mátað gamla gallann og taka þátt eða bara koma og spjalla.
Vormót JSÍ 2021 yngri verður haldið á Akureyri 13. mars. Mótið mun fara fram í KA heimilinu og keppt í flokkum U13, U15, U18 og U21. JR ingar fara með rútu kl. 14:00 föstudaginn 12. mars frá JR í Ármúla og koma til baka daginn eftir líklega um kl. 21. nánar síðar. Gisting á hóteli en þar er boðið uppá rúm, kodda og lak svo við þurfum að hafa með svefnpoka eða sæng. Kostnaður, rúta og gisting 10.000 kr. en JR greiðir keppnisgjöldin fyrir alla. Með hópnum fara fjórir þjálfarar frá JR. Myndin hér ofar er frá brottför á mótið 2019.
Arnar Freyr Ólafsson úr Judodeild Selfoss og varaformaður JSÍ tók 1. dan próf 6. mars síðastliðinn og stóðst það með glæsibrag. Uke hjá honum var sonur hans Hrafn Arnarsson. Til hamingju með áfangann.
Góumót JR var haldið sl. laugardag (27. feb.) og voru keppendur fjörtíu og þrír frá eftirfarandi fimm klúbbum, JR, Selfossi, Grindavík, ÍR og Tindastól. Mótið átti að hefjast kl. 13 en því miður varð umþað bil hálftíma töf á því að það hæfist en það var vegna bilunnar í tölvubúnaði en þegar það loks hófst þá gekk það snuðrulaust fyrir sig. Góumótið var fyrst haldið 2009 og var nú haldið í tólfta skiptið en það féll niður á síðasta ári. Skráðir keppendur voru sextíu og átta frá ofangreindum klúbbum en eins og búist er við þá verða alltaf einhver forföll en þau voru óvenju mikil að þessu sinni. Það er töluverð gróska í barna og unglingastarfi flestra klúbba í dag og hefur þátttaka á Góumótinu í gegnum tíðina ávalt verið góð en hér er hægt að sjá þátttöku frá 2012 til dagsins í dag.
Á síðasta Góumóti (2019) voru Selfyssingar fjölmennastir en nú hafði JR vinninginn með nítján keppendur, þá kom Selfoss með ellefu, Grindavík með níu, ÍR með þrjá og einn keppandi kom alla leið Sauðárkróki úr Judodeild Tindastóls. Margir þátttakendanna voru að taka þátt í sínu fyrsta móti og stóðu sig mjög vel. Þjálfarar höfðu í nógu að snúast við að undirbúa sína keppendur og hafa þá tilbúna þegar þeir voru kallaðir upp. Dómararnir sem eru ungir og óreyndir sem dómarar en eru hinsvegar á meðal bestu judomanna landsins í dag stóðu sig alveg frábærlega en það voru þeir Aðalsteinn Björnsson sem aðeins er 15 ára, Andri Ævarsson, Daníel Árnason, Ingólfur Rögnvaldsson og Kjartan Hreiðarsson sem dæmdu allt mótið en þeir nutu leiðbeiningar frá reyndum dómara Mariju Skulason en hún hélt utan um dómgæsluna og Ari Sigfússon og Skarphéðinn Hjaltason sáu um góða og örugga mótsstjórn.
Góumótið er keppni fyrir yngstu iðkendanna (8-10 ára) þar sem allir keppendur fá verðlaun fyrir þátttökuna en í ár eins og 2019 þá var einnig keppt í aldursflokkum U13 og U15. Börnunum er raðað saman eftir aldri og þyngd eins og venja er og keppa stúlkur og drengir stundum saman í flokkum ef þannig stendur á. Mótið var frábær skemmtun og börnin sýndu ótrúlega flott judo. Hér eru úrslitin og hér neðar nokkrar myndir frá mótinu og á næstunni mun verða birt myndbandsklippa frá því á JR facebook.
U8 -24
U9 -28
U9 -30
U10 -30
U10 -46
U11 -30
JR 7-10 ára
U11 -38
U11 -46
JR 7-10 ára
U13-44
U13 -34
U13 -42
U13-46
U13 -60
U15 -70
U15 -46
U15 -81
JR 11-14 ára
Manage Cookie Consent
Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.
Functional
Always active
The technical storage or access is strictly necessary for the legitimate purpose of enabling the use of a specific service explicitly requested by the subscriber or user, or for the sole purpose of carrying out the transmission of a communication over an electronic communications network.
Preferences
The technical storage or access is necessary for the legitimate purpose of storing preferences that are not requested by the subscriber or user.
Statistics
The technical storage or access that is used exclusively for statistical purposes.The technical storage or access that is used exclusively for anonymous statistical purposes. Without a subpoena, voluntary compliance on the part of your Internet Service Provider, or additional records from a third party, information stored or retrieved for this purpose alone cannot usually be used to identify you.
Marketing
The technical storage or access is required to create user profiles to send advertising, or to track the user on a website or across several websites for similar marketing purposes.