Afmælismót JSÍ í yngri aldursflokkum verður haldið hjá Judofélagi Reykjavíkur laugardaginn 13. febrúar. Gert var ráð fyrir að hefja keppni kl. 10 í aldursflokkum U13 og U15 og kl. 14 í aldursflokkum U18 og U21.
Þar sem skráning var frekar dræm í aldursflokkum U13 og U15 þá mun keppnin hjá þeim færast til og hefjast kl. 12 og ljúka um kl. 13 og vigtun á keppnisstað frá kl. 11:15 til 11:45. Athugið að vikmörk í aldursflokkum U13 og U15 er 1. kg.
Tímasetning í aldursflokkum U18 og U21 er óbreytt og hefst keppnin kl. 14:00 og vigtun á keppnisdegi frá 13:00 til 13:30. Einnig geta keppendur í U18/U21 vigtað sig á keppnisstað föstudagskvöldið 12. feb. frá 19 til 20.
Vegna sóttvarnarreglna verða áhorfendur ekki leyfðir en það verður streymt frá mótinu og hér er linkur það.
Afmælismót JSÍ 2021 í yngri aldursflokkum verður haldið 13. febrúar í Judofélagi Reykjavíkur og hefst það kl. 10:00 í aldursflokkum 11-14 ára þ.e. U13 og U15 og lýkur henni um kl. 12:00. Vigtun á keppnisstað (JR) frá 9-9:30.
Keppni hjá U13 og U15 hefst kl 10 og er til 12
Keppni hjá U18 og U21 hefst kl 14
Vigtun U13 og U15 fer fram á keppnisstað á keppnisdegi kl 9 – 9:30 Vikmörk eru 1 kg í aldursflokkum U13 og U15
Vigtun U18 og U21 fer fram á keppnisstað á keppnisdegi kl 13-13:30 einnig geta keppendur í U18 og U21 viktað sig kl 19-20 á föstudeginum á keppnisstað.
Muna blár og hvítur júdobúningur eða bara hvítur. Ekki bara blár búningur
Ath samkvæmt sóttvarnarreglum JSÍ 12. janúar þá eru áhorfendur ekki leyfðir.
Það voru fimmtán þátttakendur frá Judofélagi Reykjavíkur sem kepptu á Reykjavík Judo Open sem haldið var 30. jan. 2021 í Laugardalshöllinni og þar af voru sex þeirra á aldrinum 15-16 ára að keppa á sínu fyrsta senioramóti og stóðu þeir sig frábærlega. JR-ingar unnu fimm gullverðlaun, þrenn silfurverðlauna og þrenn bronsverðlaun.
Viðureignirnar á mótinu voru flestar bæði spennandi og skemmtilegar og auk þess enduðu margar þeirra á fallegu og hreinu ippon kasti. Eitt flottasta og best útfærða kastið er þó líkast til í úrslitaviðureigninni í +100 kg flokki á milli þeirra Bjarna Skúlasonar og Karls Stefánssonar en þar er Bjarni með frábæra tímasetningu (RUV spilari, tími 01.03) þegar hann fer eldsnöggt inn í tai-otoshi og Karl liggur á bakinu eins og hendi væri veifað og Bjarni skorar ippon.
Eins og áður sagði voru flestar viðureignirnar spennandi og skemmtilegar og væri hægt að tilgreina margar en viðureign þeirra Sveinbjörns Iura og Árna Lund í -81 kg flokki var sú viðureign sem beðið var eftir. Þeir félagar hafa æft mikið saman og gjörþekkja hvorn annan og var viðureignin hnífjöfn frá uppphafi til enda. Þegar venjulegum keppnistíma lauk hafði hvorgur skorað en Sveinbjörn var með eitt refsistig en Árni tvö og mátti hann ekki fá það þriðja því þá myndi hann tapa viðureigninni. Í framlengingu (gullskori) pressar Sveinbjörn á Árna þannig að hætta er á að hann stígi út fyrir keppnissvæðið sem má ekki en við það gæti hann fengið sitt þriðja refsistig en Árni var klókur og þegar Sveinbjörn pressaði þá sneri hann sér snöggt inn í seoi-nage og Sveinbjörn sveif yfir hann og Árni fékk waza-ari fyrr kastið og gullverðlaunin voru hans. (RUV spilari, tími 01.22)
Sigurvegarar í öðrum flokkum unnu nokkuð örugglega, Daníel Árnason í -60 kg flokki og Ingólfur Rögnvaldsson í -66 kg flokki unnu viðureignir sínar á ippon og það gerði Kjartan Hreiðarsson einnig í -73 kg flokki en hann mætti gríða einbeittur til leiks, Egill Blöndal -90 kg var eins og kóngur í ríki sínu og sigraði með yfirburðum sem og Ingunn Rut Sigurðardóttir gerði í -70 kg flokki. Í mótslok vor Ingunn Rut Sigurðardóttir og Árni Pétur Lund valin judokona og maður mótsins.
Þetta var í níunda skiptið sem JSÍ stóð að þessu móti í samvinnu við ÍBR og hafa erlendir þátttakendur jafnan verið fjölmennir fram að þessu og á meðal þeirra Ólympíu og heimsmeistarar en í ár var því miður lítið um þá vegna Covid-19 en flestir okkar sterkustu keppendum vor þó með. Judosamband Íslands gaf þó engan afslátt af framkvæmd mótsins og umgjörðin hefur líklega aldrei verið flottari. Nýr glæsilegur keppnisvöllur var vígður, streymt var frá öllu mótinu á youtube og RÚV var með beina útsendingu frá úrslitum. Fjöldi sjálfboðaliða stóð vaktina og allar stöður voru vel mannaðar eins og dómarar, mótsstjórn, tíma og stigaverðir, gæslumenn og sóttvarnarfulltrúar svo eitthvað sé nefnt. Vel gert JSÍ.
Það var vaskur hópur manna sem að tók til hendinni i kvöld og standsetti keppnissvæðið fyrir Reykjavík Judo Open sem haldið verður á morgun í Laugardalshöllinni. Vel gekk að setja niður nýja keppnisvöllinn sem verður vígður á morgun og koma upp þeim búnaði sem þarf til að keyra mótið. Þormóður Jónsson bar hitann og þungann af framkvæmdinni og Davíð Áskelsson sá að venju um tölvubúnaðinn með aðstoð góðra félaga. Hér neðar eru nokkar myndir frá standsetningunni í kvöld.
Reykjavík Judo Open verður haldið í Laugardalshöllinni 30. janúar þ.e. næstkomandi laugardag og hefst það kl. 12:00 með forkeppni en úrslitin verða svo frá kl. 15-16:30. Því miður verða engir áhorfendur leyfðir en JSÍ mun streyma frá mótinu svo hægt verður að fylgjast með því þar og úrslitin verða einnig í beinni útsendingu á RÚV frá kl. 15-16:30. Þetta verður í níunda skiptið sem JSÍ stendur að þessu móti í samvinnu við ÍBR og hafa erlendir keppendur verið fjölmennir á mótunum fram að þessu og á meðal þeirra Ólympíu og heimsmeistarar en í ár verður því miður lítið um erlenda keppendur þar sem Covid-19 kemur í veg fyrir það. Flestir okkar bestu judomanna verða þó með og má búst við spennandi og skemmmtilegri keppni. Vigtun keppenda fer fram hjá Judofélagi Reykjavíkur föstudaginn 29. janúar, óopinber vigtun frá 15-18 og opinber vigtun frá 18-19. Allar upplýsingar má finna á heimasíðu Judosambands Íslands
Ásta Lovísa – Brons 2020
Daníel Dagur – Brons 2020
Ingólfur Rögnvalds – Brons 2020
Zaza Simonishvili – Gull 2020
Ingunn Rut – Gull 2020
Nokkrir verðlaunahafar frá Reykjavík Judo Open 2020
Dómaranefnd JSÍ stóð fyrir dómaranámskeiði 19. janúar síðastliðinn og var það ætlað fyrir dómara, tilvonandi dómara, þjálfara, keppendur 15 ára og eldri og þeim sem stefna á dan gráðun á árinu. Farið var yfir það nýjasta í reglunum og helstu áherslur og vafaatriði útskýrð. Námskeiðið var vel sótt en þátttakendur voru nítján auk fjögurra leiðbeinenda frá dómaranefnd.
Vorfjarnám 1. 2. og 3. stigs ÍSÍ hefst mánudaginn 1. feb. nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. og 3. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni. Nám allra stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur. Námið hefur verið afar vinsælt til fjölda ára og þátttakendur komið frá mörgum íþróttagreinum. Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda.
Þátttökugjald á 1. stig er kr. 34.000.- og öll námskeiðsgögn eru innifalin í því verði. Þátttökugjald á 2. stig er kr. 28.000.- og öll námskeiðsgögn eru innifalin. Gjaldið á 3. stig er kr. 40.000.- Athugið að þeir nemendur/þjálfarar sem koma frá fyrirmyndarfélögum/-deildum ÍSÍ fá 20% afslátt af námskeiðsgjaldi.
Skráning er rafræn og þarf henni að vera lokið fyrir mánudaginn 1. feb. Rétt til þátttöku á 1. stigi hafa allir sem lokið hafa grunnskólaprófi.
Þriðjudaginn 19. janúar 2021 mun dómaranefnd JSÍ standa fyrir dómaranámskeiði sem ætlað er dómurum, tilvonandi dómurum, þjálfurum, keppendum 15 ára og eldri og þeim sem stefna á dan gráðun á árinu. Farið verður yfir það nýjasta úr dómarareglunum og helstu áherslur. Námskeiðið verður haldið í JR og hefst kl. 20:30
Tilslakanir boðaðar á takmörkunum á samkomum frá 13. janúar til og með 17. febrúar 2021. Heilbrigðisráðneytið hefur nú birt frétt og reglugerð um tilskakanir á takmörkunum á samkomum, frá og með 13. janúar nk. Sá fyrirvari er þó á tilslökunum að þróun faraldursins verði ekki á verri veg. Helstu breytingar varðandi íþróttastarfið eru eftirfarandi:
Íþróttaæfingar: Íþróttaæfingar barna og fullorðinna verða heimilar með og án snertingar innan- og utandyra. Ekki mega vera fleiri en 50 manns í rými.
Íþróttakeppnir: Íþróttakeppnir barna og fullorðinna verða heimilar en án áhorfenda.
Æfingar barna 4-6 ára hefjast á morgun. Æfingar eru einu sinni í viku á laugardögum frá kl. 10-11 og eru þær fyrst og fremst í formi ýmiskonar leikja, jafnvægisæfinga og samhæfing handa og fóta og börnin læra að detta án þess að meiða sig svo eitthvað sé nefnt og þannig er lagður grunnur að framhaldsæfingum í judo. Þjálfarar eru Ingunn Rut Sigurðardóttir, og Bjarni Á. Friðriksson. Allir byrjendur 4-6 ára fá júdobúningfrá JR. Nánari upplýsingar, gjaldskrá og skráning.
Manage Cookie Consent
Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.
Functional
Always active
The technical storage or access is strictly necessary for the legitimate purpose of enabling the use of a specific service explicitly requested by the subscriber or user, or for the sole purpose of carrying out the transmission of a communication over an electronic communications network.
Preferences
The technical storage or access is necessary for the legitimate purpose of storing preferences that are not requested by the subscriber or user.
Statistics
The technical storage or access that is used exclusively for statistical purposes.The technical storage or access that is used exclusively for anonymous statistical purposes. Without a subpoena, voluntary compliance on the part of your Internet Service Provider, or additional records from a third party, information stored or retrieved for this purpose alone cannot usually be used to identify you.
Marketing
The technical storage or access is required to create user profiles to send advertising, or to track the user on a website or across several websites for similar marketing purposes.