Góumótið – Skráningarfrestur framlengdur

Góumót JR 2022 sem opið er öllum klúbbum verður haldið laugardaginn 26. febrúar. Mótið er hugsað sem æfingamót fyrir aldursflokka U9, U10 og U11 (8,9 og 10 ára) og fá allir þátttakendur verðlaun. Ákveðið hefur verið að bæta við aldursflokknum U8 þ.e. flokkur fyrir börn sem fædd eru 2015 og verða því 7 ára á árinu.

Skráningarfrestur hefur verið framlengdur til miðnættis 23. febrúar. Skráning fer fram í skráningarkerfi JSÍ og sjá forsvarsmenn klúbba um allar skráningar.