Vormót yngri 2022 á Akureyri

Vormót JSÍ 2022 yngri verður haldið á Akureyri 12. mars í KA heimilinu. Keppt verður í flokkum U13, U15 frá 10-12 og U18 og U21 frá 12 og mótslok áætluð um kl. 14:00. Farið verður með rútu kl. 14:00 föstudaginn 11. mars frá Ármúlanum og komið til baka daginn eftir líklega um kl. 21. en nánari tímasetning síðar. Gisting á hóteli með uppábúin rúm. Kostnaður, rúta og gisting um 17.000 kr. fer þó eftir fjölda þátttakenda gæti hækkað eitthvað eða lækkað kemur í ljós að loknum skráningarfresti. JR greiðir keppnisgjöldin fyrir alla. Með hópnum fara tveir til fjórir þjálfarar frá JR. Myndin hér ofar er frá brottför frá JR á vormótið fyrir nokkrum árum.