Reykjavíkurmeistaramótið 2021 verður í umsjón JR þetta árið og haldið laugardaginn 27. nóvember. Vigtun á keppnisdegi frá kl. 10:00 til 10:30 og mótið hefst svo kl. 11:00 og mótslok áætluð um kl. 14:00. Keppt verður í öllum aldursflokkum þ.e. U13, U15, U18, U21 og karla og kvennaflokkum og lágmarksgráða er gult belti, 5. kyu . Lokaskráningardagur er mánudagurinn 22. nóv. í gegnum skráningarkerfi JSÍ. Nánari upplýsingar og tímasetning hér á síðunni að lokinni skráningu.
Silfur og brons á Opna Finnska
Á Opna Finnska mótinu sem lauk í dag vannst því miður ekkert gull en við unnum til fernra silfurverðlauna og tólf bronsverðlauna. Í senioraflokki vann Ingólfur Rögnvaldsson -66 kg til silfurverðlauna en aðrir sem unnu til verðlauna í senioraflokki voru þau Ingunn Sigurðardóttir -70 kg, Árni Lund -81 kg, og Matthías Stefánsson -90 kg en þau unnu öll til bronsverðlauna. Í U21 árs unnu til bronsverðlauna þeir Ingólfur Rögnvaldsson -66 kg, Kjartan Hreiðarsson -73 kg, Andri Ævarsson -81 kg og Matthías Stefánsson -90 kg og í U18 voru með bronsverðlaun þau Aðalsteinn Björnsson -66 kg, Helenna Bjarnadóttir -70 kg og Jakub Tomczyk -81 kg. Í aldursflokknum U15 unnust þrenn silfurverðlaun og voru það þau Romans Psenicnijs -60 kg, Elías Þormóðsson -46 kg og Helena Bjarnadóttir +63 kg sem fengu silfurverðlaun og Weronika Komandera -52 kg og Mikael Ísaksson -66 kg unnu til bronsverðlauna. Daníel Dagur Árnason ætlaði að keppa í -60 kg flokki varð að keppa flokk uppfyrir sig þar sem ekki var næg þátttaka í hans flokki en því miður varð hann fyrir meiðslum þar og varð að hætta keppni og það gerði Weronika Komandera einnig í U18 -52 kg þar sem hún fann fyrir meiðslum í fæti en hún hafði fyrr um daginn keppt í aldursflokki U15. Hér má finna öll úrslitin og hér neðar eru myndir frá verðlaunaafhendingunni.
Opna Finnska – bein útsending og úrslit
Opna Finnska 2021
Fjölmennur hópur íslenskra keppenda lagði af stað í morgun til Finnlands til að taka þar þátt í Opna Finnska sem er árlegt alþjóðlegt mót sem haldið verður næsta laugardag þ.e 30. október. Keppendur eru nítján og með í för eru þjálfararnir Bjarni Skúlason, Egill Blöndal og Þormóður Jónsson sem er jafnframt fararstjóri, Marija Dragic Skúlason sem mun dæma á mótinu og nokkrir foreldrar. Þátttakendur koma frá Rússlandi, Eistlandi, Lettlandi, Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi og eru tæplega tvöhundruð. Flestir okkar keppenda keppa í fleiri en einum aldursflokki þegar það er hægt en keppt er í U15, U18, U21 árs og senioraflokki. Öll úrslitn eru hér og hægt er að fylgjast með framvindu mótsins og videostreymi hér frá þremur völlum, tatami 1, tatami 2 og tatami 3. Hér neðar er mynd af hluta af íslenska hópnum frá síðustu æfingu þeirra í JR áður en lagt var af stað en á þá mynd vantar keppendur frá KA og Selfossi. Neðst er síðan mynd af öllum hópnum sem tekin var í dag.
World Judo Day 2021
Frá æfingum með Hugo Lorain
Hugo Lorain sem var þjálfari hjá JR 2017/2018 kom í stutta heimsókn í síðustu viku og var með æfingar hjá 11-14 ára og framhalds og meistaraflokki. Æfingarnar sem voru opnar öllum klúbbum voru vel sóttar og mættu þegar mest var hjá meistaraflokki tæplega fjörtíu manns. Æfingarnar voru skemmtilegar og jafnframt erfiðar en þær samanstóðu af tækni, þrek og úthaldsæfingum og voru þátttakendur virkilega ánægðir og sáttir að þeim loknum. Hér neðar eru nokkrar myndir frá æfingunum og videoklippa. Takk fyrir komuna Hugo.
Úrslit Afmælismóts JR 2021 – yngri flokkar
Afmælismót JR í yngri aldursflokkum var haldið í gær laugardaginn 23. okt. Þátttakendur voru rúmlega fimmtíu og komu þeir frá sex judoklúbbum. Fyrir utan keppendur frá JR þá voru keppendur frá Judodeild Ármanns, Judodeild Selfoss, Judodeild ÍR, Judodeild Grindavíkur og frá yngsta judofélagi landsins, Judofélagi Reykjanesbæjar (JRB) komu níu keppendur sem stóðu sig afar vel og urðu í öðru sæti á eftir JR. Þrátt fyrir að mótið hæfist ekki á tilsettum tíma sökum breytinga á skráningu keppenda og endurröðun sem því fylgdi og síðan bilun í tölvu að þá tókst það nokkuð vel og lauk því um kl. 16 eða hálftíma á eftir áætlun. Starfsmenn mótsins voru þeir Ari Sigfússon og Jóhann Másson sáu um undirbúning, vigtun, og mótsstjórn og nokkrir af okkar bestu judomönnum í dag og landsliðsmenn í U18 og U21 árs sáu um önnur störf og leystu þau vel af hendi en það voru þeir Skarphéðinn Hjaltason sem hafði umsjón með klukku og stigagjöf og þeir Andri Fannar Ævarsson, Aðalsteinn Karl Björnsson og Nökkvi Viðarsson sáu um dómgæsluna. Mótið var skemmtilegt, fullt af góðum viðureignum og gaman að fylgjast með tilvonandi judo meisturum en margir hverjir sýndu mjög flott tilþrif. Á æfingu barna fyrr um morguninn sýndu JR iðkendur 4-6 ára getu sína og kunnáttu og fengu öll gullverðlaun að lokinni æfingu .
Hér eru myndir frá mótinu og verðlaunahöfum en einhverjir þurftu að fara áður en verðlaunaafhendingin hófst og vantar því nokka á myndirnar. Hér eru úrslitin og video klippa frá mótinu.
U8 -24 kg U8 -36 kg U8 -26 kg U9 -32 kg U9 -26 kg U9 -34 kg U10 -30 kg U10 -34 kg U11 -48 kg U11 -63 kg U11 -42 kg U11 -46 kg U13 -48 kg U13 -42 kg U13 -60 kg U15 -52 kg U15 -70 kg
Afmælismót JR í yngri flokkum
Afmælismót JR 2021 í yngri aldursflokkum verður haldið næsta laugardag þ.e. laugardaginn 23. október og hefst það kl. 13:00.
Mótið er opið öllum klúbbum, engin lágmarksgráða og keppt í eftirfarandi aldursflokkum.
Aldursflokkar: U9, U10 og U11 (8, 9 og 10 ára) fæðingarár, 2013, 2012, 2011.
Aldursflokkar: U13 (11-12 ára) og U15 (13-14 ára) fæðingarár, 2010, 2009 og 2008 og 2007.
Húsið opnar kl. 12:00 á laugardaginn og verða krakkarnir þá vigtaðir frá kl. 12:00 til 12:30.
Mæta tímanlega í vigtun því eftir að henni lýkur kl. 12:30 eru þeir afskráðir sem mættu ekki.
Keppnin hefst svo kl. 13:00 og ætti að ljúka um kl. 15:30.
Börn 8-10 ára frá 13:00-14:00 og börn 11-14 ára frá 14:00-15:30
Tímasetningar gætu breytst svo nánari tímasetning verður tilkynnt að lokinni skráningu.
Skráning til miðnættis 21. október í skráningarkerfi JSÍ.
Keppnisgjald 1.000 kr greiðist af félagi viðkomandi keppanda.
Hugo verður á æfingu í JR
Vinur okkar Hugo Lorain sem var þjálfari hjá JR 2017/2018 er væntanlegur í stutta heimsókn vikunni. Hann mun mæta á æfingu hjá framhaldsflokki á fimmtudag kl. 18:30 og föstudag kl. 17:15 hjá 11-14 ára og 18:30 hjá meistaraflokki. Æfingarnar verða opnar öllum og eru landsliðsmenn seniora og U18/21 sérstaklega hvattir til að mæta báða dagana. Hér neðar eru nokkar myndir af Hugo á æfingum og í keppni en hann keppti meðal annars á RIG 2018 og vann þar gullverðlaunin í -100 kg flokki.
RIG 2018 -100 kg JR æfing 2017 Haustmót JSÍ 2017 Haustmót JSÍ 2017 Haustmót JSÍ 2017 Haustmót JSÍ 2017 JR æfing 2017 Í Frakklandi Í Frakklandi
Æfingahelgi með Færeyingum
Dagana 9-10 október voru haldnar æfingar í JR með frændum okkar frá Færeyjum en hingað komu sautján keppendur í aldursflokkunum U15 og U18 auk þjálfara og foreldra. Því miður var töf á fluginu hjá þeim á föstudeginum svo ekki varð að sameiginlegri æfingu þann daginn en í staðinn var sunnudeginum bætt við þannig að æfingarnar urðu þrjár, tvær á laugardegi og ein á sunnudegi og voru þær mjög vel sóttar en um fjörtíu voru á æfingunni þegar mest var. Æfingahelgin var mjög vel heppnuð og ákaflega ánægjulegt að fá þessa heimsókn frá Færeyjum sem við þurfum að endurgjalda einhven daginn. Takk fyrir komuna Færeyingar.