Vilhelm 2. dan og Craig 1. dan.

Judosamband Íslands gráðaði þá félaga Vilhelm H. Svansson og Craig D. Clapcott úr Judodeild Ármanns í gær og stóðust þeir prófið með glæsibrag. Craig fékk sitt fyrsta svarta belti þegar hann tók gráðuna 1. dan og Vilhelm eða Villi eins og hann er alltaf kallaður tók gráðuna 2. dan en hann tók 1. dan 2011 eða fyrir 10 árum. Til hamingju með áfangann.

Vilhelm H. Svansson og Craig D. Clapcot að loknu gráðuprófi

Keppendur á Ólympíuleikunum í Tokyo 2021

Alþjóða judosambandið (IJF) gaf út í síðustu viku keppendalista þeirra sem munu taka þátt í Ólympíuleikunum sem haldnir verða í Tokyo í sumar en judokeppnin fer fram dagana 24 til 31 júlí. Hér er keppendalisti karla og hér er keppendalisti kvenna. Af 366 keppendum koma 192 þeirra frá Evrópu eða um 52% sem segir allt um það hve íþróttin er öflug í Evrópu. Allmargar þjóðir eiga fleiri en einn keppenda sem náði lágmörkunum en vegna keppendakvóta verða þær því að ákveða á næstunni hver þeirra muni keppa fyrir þeirra hönd. Að lokinni einstaklingskeppninni verður keppt í blandaðri liðakeppni, þrjár konur og þrír karlar í hverju liði (konur -57,-70,+70 og karlar -73,-90,og +90 kg.) og er listinn hér yfir þær tólf þjóðir sem munu etja kappi saman.

Sportabler – nýskráning

Sportabler er vef – og snallsímaforrit sem Judofélag Reykjavíkur hefur tekið í notkun og gerir skipulagningu og samskipti í starfinu skilvirkari og einfaldari. Kerfið er ætlað þjálfurum, iðkendum, foreldrum og starfsmönnum íþróttafélaga.

Þetta ferli fyrir neðan á einungis við þá sem eru ekki með Sportabler aðgang. Ef þú ert með Sportabler aðgang þarftu ekki kóða til að sjá nýja flokka. Það er nóg fyrir þjálfara/íþróttastjóra JR að bæta iðkandanum við í flokkinn og þá kemur dagskráin sjálfkrafa inn hjá foreldra/leikmanni.

Forsenda þess að geta skráð sig í Sportabler er að þjálfari hafi skráð leikmann með kennitölu í flokkinn.

Hér eru skrefin að skráningu.
1. Skrá í hóp: Fara á www.sportabler.com eða í appstore/playstore til að ná í appið (IOS)/(Android)(mælum með appinu).  Þegar þú opnar appið sérðu neðst á síðunni Nýr notandi? Skráðu þig í hóp. 

2. Setja inn kóða flokksins/hópsins, (sjá neðst á þessari síðu): Þið fáið kóðann frá þjálfara eða leikmanni/aðstandanda sem er nú þegar skráður í flokkinn. Næsta skref er að stimpla kóðann inn. ATH þið getið líka stimplað inn kóðann í gegnum tölvu á sportabler.com—>Innskrá—> Skráning í flokk með kóða ef það hentar betur.

3. Fylla inn skráningaupplýsingar (Velja “Ég er leikmaður” / “Ég er foreldri”eftir því sem við á). Leikmaður setur inn sitt netfang (Netfang leikmanns), foreldri setur inn sitt netfang (Netfang foreldris). Ekki blanda þessum skráningum saman. 

4. Staðfesta netfang í tölvupósti sem þið fáið frá Sportabler: Smella á “hér” þá opnast nýr gluggi (Skref 5). Muna eftir að athuga ruslpóst/spam folder.

5. Búa til lykilorð  Veljið ykkur lykilorð. Samþykkja þarf skilmála Sportabler og hvetjum við ykkur til þess að kynna ykkur þá.

6. Allt klárt ! Skrá sig inn og þá ætti “Mín dagskrá” að taka á móti ykkur. Hér er svo hægt að sjá stutt kynningarmyndband um kerfið.

Spurningar, vandræði eða útskýringar, hafið samband við þjónustuver Sportabler eða í gegnum sportabler@sportabler.com

Hér fyrir neðan eru kóðar flokka til að skrá sig inn í Sportabler.
Veljið þann flokk sem iðkandi stundar.

Börn 5-6 ára, kóði 72221H
Börn 7-10 ára, kóði O2176E
Börn 11-14 ára, kóði AJFKJV
Byrjendur 15 ára og eldri, kóði 6OJL7E
Framhald 15 ára og eldri, kóði OSESPT
Meistaraflokkur JR (brúnt belti eða hærri gráða), kóði YDZ1VB
Gólfglíma 30 ára og eldri, kóði STVBNR

Breyting á æfingatíma í sumar

Breytingin á æfingatíma frá og með mánudeginum 21. júní. Eins og áður hefur komið fram þá verður æft í allt sumar hjá JR en æfingum fækkað og sameinaðar hjá meistaraflokki og framhaldi 15 ára og eldri og verða þær á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum á sama tíma og áður þ.e. frá 18:30-20:00. Einnig er gerð breyting á æfingum hjá 11-14 ára. Æfingatími verður lengdur en æfingum fækkað í tvær á viku (föstudsagsæfingin fellur niður) og verða því æfingar hjá þeim á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 17:10 til 18:30.

HM Búdapest – Sveinbjörn lokið keppni

Sveinbjörn Iura hefur lokið keppni á heimsmeistaramótinu sem haldið er í Búdapest þessa dagana en það hófst 6. júní og lýkur 13. júní. Sveinbjörn keppti í gær í 81 kg flokknum  og mætti þar Lee Sungho frá Kóreu. Eins og venjulega þá er þetta barátta um tökin en sá sem er sterkari þar stjórnar glímunni og var Lee þar öllu sterkari. Eftir umþað bil eina mínútu fær Sveinbjörn á sig refsistig fyrir aðgerðarleysi og skömmu síðar skorar Lee ippon þegar hann komst inn í seionage kast og þar með var keppninni lokið hjá Sveinbirni og hjá Íslandi því hann var eini keppandinnn okkar á HM að þessu sinni. Heimsmeistaramótið var síðasta úrtökumótið fyrir Ólympíuleikana í Tókýó 2021 og var þetta því síðasti möguleiki fyrir Sveinbjörn til að vinna sig inn á þá en því miður gekk það ekki eftir og verður hann því ekki þar á meðal keppenda. Hér má sjá viðureign þeirra Sveinbjörns og Lee og úrslitin  í öllum flokkum.

Heimsmeistaramótið 2021

Heimsmeistaramótið 2021 hófst í Búdapest í Ungverjalandi 6. júní og stendur í átta daga en því lýkur 13. júní. Þátttakendur eru 664 frá 5 heimsálfum og 118 þjóðum, 386 karlar og 278 konur. Sveinbjörn Iura sem er í 69 sæti heimslistans er á meðal þátttakenda og er Jón Þór Þórarinsson landsliðsþjálfari með honum í för. Sveinbjörn keppir á morgun í 81 kg flokknum en það er fjölmennasti flokkurinn á mótinu og eru keppendur þar sjötíu og sjö. Hann mætir þar Lee Sungho frá Kóreu sem er í 26. sæti heimslistans en besti árangur hans á árinu er 3. sæti á Kazan Grand Slam í maí og 5. sæti á Asíu meistaramótinu í apríl. Mótið hefst kl. 8 í fyrramálið á okkar tíma og á Sveinbjörn þriðju viðureign á velli 2. Mótið er í beinni útsendingu og til að horfa á þarf að hafa (IJF account) og er hann frír og notast aftur og aftur. Hér er keppnisröðin og drátturinn í öllum flokkum.

Komið sumarfrí hjá börnum 4-10 ára

Síðasta æfing fyrir sumarfrí hjá börnum 7-10 ára var s.l. fimmtudag og á laugardaginn hjá börnum 4-6 ára. Það var ákaflega skemmtilegt og ánægulegt að starfa og leika með börnunum á önninni og vonandi að þau hafi einning skemmt sér vel og haft gagn og gaman af æfingunum. Æfingar hefjast aftur í lok ágúst og vonumst við þá til þess að sjá þau sem flest aftur. Æfingum barna 11-14 ára verður haldið áfram í sumar og á sömu tímum eins og verið hefur. Hér neðar eru nokkar myndir frá tímabilinu sept. ´20 til júní ´21.

Úrslit Íslandsmeistaramóts yngri 2021

Íslandsmeistaramót í yngri aldursflokkum fór fram laugardaginn 29. maí. Keppt var í aldursflokkum U13, U15, U18 og U21 árs og voru keppendur um sextíu frá sjö félögum. Keppnin var oft á tíðum jöfn og spennandi og mikið um glæsileg tilþrif. Þátttakendur frá JR voru tuttugu og fjórir og unnu þeir tíu til gullverðlauna, sex silfurverðlauna og sex bronsverðlauna og er þeim óskað til hamingju með þann frábæran árangur sem við hjá JR erum stoltir af. Hér er hægt að horfa á glímurnar á YouTube og hér eru úrslitin.

Æfingar í sumar

Æfingum á vorönn lýkur í þessari viku hjá 4-6 ára og 7-10 ára en æfingum þeirra var framlengt um eina viku. Hinsvegar verða æfingar í sumar hjá 11-14 ára fram í ágúst á sömu dögum og á sama tíma eins og verið hefur. Einnig verða æfingar í sumar hjá framhaldi 15 ára og meistarflokki eins og verið hefur fram í miðjan júní en þá sameinst tímarnir en nánari upplýsingar um það verða verða birtar síðar.