Úrslit Jóla/afmælismóts JR 2022 – yngri og eldri

Jólamót/Afmælismót JR í kvenna og karlaflokkum var haldið föstudaginn 16. desember. Þetta er innanfélagsmót sem haldið hefur verið á meistaraflokksæfingu föstudegi um miðjan desember og var það fyrst haldið 2006. Þátttakendur á þessu móti eru allir þeir sem mæta á æfinguna og vilja keppa og þurfti því ekki að skrá sig til keppni fyrirfram. Í kvennaflokkum er keppt í -57 kg og +57 kg en í karlaflokkum -66, -73, -81, -90 og +90 kg og eins og undanfarin ár voru flokkar sameinaðir til að fá sem flestar viðureignir og sá sem sigrar fær nafn sitt letrað á þann bikar sem tilheyrir hans þyngdarflokki. Kvennaflokkurinn -57 og +57 var sameinaður og karlaflokkarnir -73 og -81 kg og -90 og +90 kg. Keppt er um farandbikara sem orðnir eru sögulegir en þeir eru áletraðir nöfnum fyrrum sigurvegara sem voru okkar bestu judomenn þess tíma. Hér er videoklippa frá mótinu og úrslitin 2022,  2021 og 2019.

Á síðustu æfingu fyrir Jól hjá iðkendum 11-14 ára á föstudaginn var einnig haldið Jólamót með þeim sem mættu á æfinguna og vildu keppa og eru úrslitin hér.