Ingimundur Kárason 1. kyu

Ingimundur Kárason tók gráðuna 1. kyu (brúnt belti) 20. desember sl. og gerði það með glæsibrag en liðin eru allmörg ár síðan hann tók bláa beltið. Ingimundur hefur verið mjög virkur í fjölmennum hópi gólfglímumanna 30+ í JR og var Atli Þórðarson sem einnig æfir í þeim hópi, Uke hjá Ingimundi en Atli tók einmitt sjálfur gráðuna 1. kyu í nóvember s.l. Þess má til gamans geta að Ingimundur er sonur hins eina og sanna Kára Jokobssonar margfalds Íslandsmeistara JR inga hér á árum áður.