Judomenn JR 2021

Judomaður ársins hjá Judofélagi Reykjavíkur var valinn í fyrsta skipti árið 2019  og er sá valinn sem best hefur staðið sig á árinu í senioraflokki. Þá er einnig valinn judomaður ársins í U21 árs aldursflokki og sá efnilegasti í U18/21. Við valið er ekki einungis tekið mið af árangri heldur einnig ástundun, framkomu og virðingu fyrir íþróttinni. Aðeins er valinn einn judomaður ársins hverju sinni, kona eða karl og það sama á við í U21 og þann efnilegasta.

Árni Pétur Lund er Judomaður JR 2021 og er það í annað sinn sem hann hlýtur þann heiður en hann var einnig judomaður JR 2019. Árni sem keppir jafnan í -81 kg flokki stóð sig vel á árinu. Hann vann öll mót sem hann tók þátt í hér heima í sínum þyngdarflokki og auk þess vann hann opna flokkinn á Íslandsmeistaramótinu og er hann ásamt einum til sá léttasti til þess að gera það en yfirleitt eru það keppendur í léttþungavigt og þungavigt sem hafa unnið þann flokk. Árni varð einnig Íslandsmeistari með félagi sínu JR í liðakeppni JSÍ sem var að vinna þann titil í tuttugusta skiptið. Vegna Covid-19 var þátttaka í erlendum viðburðum nánast engin og keppti Árni aðeins á tveimur erlendum mótum. Fyrst var það Evrópumeistaramótið, þar var hann óheppinn að mæta ríkjandi heimsmeistara í fyrstu umferð og tapaði og féll úr keppni og síðan keppti hann á alþjóðlegu móti í Finnlandi, Opna Finnska og varð þar í þriðja sæti. Helsti árangur

Ingólfur Rögnvaldsson er Judomaður JR 2021 í U21 árs aldursflokki og er það í fyrsta sinn sem hann hlýtur þann titil. Á Opna Finnska varð hann annar í -66 kg flokki karla og fékk bronsverðlaun í -66 kg í aldursflokki U21 árs. Á Baltic Sea Championships var Ingólfur ekki langt frá því að komast á verðlaunapall í aldursflokki U21 árs. Í flokknum hans -66 kg voru nítján keppendur og því keppt með útsláttar fyrirkomulagi. Hann sigraði keppanda frá Frakklandi í fyrstu viðureign en tapaði þeirri næstu gegn Svía sem að sigraði flokkinn síðar um daginn. Ingólfur fékk því uppreisnarglímu og sigraði þar keppanda frá Ísrael en tapaði svo fjórðu viðureign gegn keppanda frá Eistlandi og endaði því í sjöunda sæti. Hér heima keppti Ingólfur ýmist í -66 kg eða -73 kg flokki og vann öll þau mót sem hann tók þátt í. Helsti árangur

Aðalsteinn Karl Björnsson sem er 15 ára og keppti ýmist í -60 og 66 kg flokki var valinn efnilegasti Judomaður JR 2021. Hann stóð sig gríðavel á árinu, tók þátt í tveimur erlendum mótum og á Opna Finnska vann hann bronsverðlaun í -66 kg í U18. Hér heima keppti hann til úrslita ekki bara í sínum aldursflokki U18 þar sem hann vann langoftast heldur einnig í U21 árs og senioraflokkum. Aðalsteinn hefur verið mjög duglegur að mæta á aukaæfingar, lyftingar, þrek og tækniæfingar og er hann öðrum til fyrirmyndar og með sama áframhaldi á hann örugglega eftir að ná langt í íþróttinni enda mikið efni þar á ferð. Helsti árangur

Fv. Árni Pétur Lund, Aðalsteinn Karl Björnsson og Ingólfur Rögnvaldsson