Judomaður JR verður valinn í kvöld

Judomaður JR 2022 verður valinn í fjórða skiptið í kvöld en það var fyrst gert 2019 og verður valið tilkynnt á Jólamóti/Afmælismóti JR senioar í kvöld kl. 18. Ekki er aðeins valinn judomaður ársins heldur einnig judomaður ársins í U21 árs aldursflokki og sá efnilegasti í aldursflokki U18/U21 árs. Við valið er ekki einungis tekið mið af árangri heldur einnig ástundun, framkomu og virðingu fyrir íþróttinni. Einungis er valinn einn judomaður ársins og er það annaðhvort kona eða karl hverju sinni og það sama á við í U21 og þann efnilegasta. Í ár ætlum við líka að velja sjálfboðaliða ársins en það verður í fyrsta skipti sem það er gert.