Jólaæfing barna 5-6 og 7-10 ára

Síðasta æfing fyrir jól hjá börnum 5-6 ára og 7-10 ára var haldin í gær og var vel mætt en þó vantaði nokkur börn. Þetta var ekki hefðbundinn judoæfing heldur mestmegnis farið í leiki en þó var líka smá gólfglíma. Áður en farið var í Jólakaffið var börnunum afhent viðurkennig fyrir önnina. Þau börn sem komust ekki í gær geta sótt sína viðurkenningu í JR eða fengið hana afhenta þegar þau mæta næst.