Danielė Kucyte varð í þriðja sæti á International Judo Tournament for Children and the Youth í Bielsko-Biala í dag en hún keppti í aldursflokknum U16. Til hamingju með bronsið Danielé. Aðrir keppendur frá okkur komust ekki á pall að þessu sinni en glímdu vel og unnu nokkrar viðureignir. Romans Psenicnijs vann fyrstu tvær viðureignirnar sínar en tapar þeirri þriðju, fær uppreisn en tapar henni. Helena Bjarnadóttir vann fyrstu, tapar næstu, fékk uppreisn en tapar henni og það sama gerði Weronika Komendera, vinnur fyrstu, tapar næstu fær uppreisn en tapar henni. Elías Funi Þormóðsson vann fyrstu en tapar næstu en engin uppreisn, Jónas Björn Guðmundsson tapar fyrstu fær uppreisn en tapar henni, Matas Naudziunas tapaði fyrstu viðureign en fékk ekki uppreisnarglímu. Að sögn þjálfarar okkar þeirra Bjarna Skúlasonar og Janusz Komendera var mótið gríðasterkt, um tuttugu keppendur í flestum flokkum og heildarfjöldi keppenda um tólfhundruð og keppt á tíu völlum. Fyrir utan gestgjafana Pólverja voru keppendur meðal annars frá Tékklandi, Hollandi, Slóvakíu, Úkraníu, Ungverjalandi og Íslandi. Hér neðar eru nokkrar myndir frá ferðinni.
Danielė Kucyte brons verðlaunDanielė KucyteNýkomin til PóllandsÁ æfingu KeppnishöllinKeppnishöllinKeppnishöllinFóru í þrekpróf Á leið til PóllandsSíðasta æfing fyrir PóllandsferðÍ keppnishöllinni f.v Jónas, Matas, Romans, Elías, Weronika, Danielé, Helena
Emma Tekla Thueringer og Orri Snær Helgason tóku próf fyrir gulabeltið á fimmtudaginn og stóðu sig með sóma enda búin að æfa í mörg ár en Emma byrjaði sjö ára gömul í JR og Orri níu ára. Til hamingju með áfangann.
Í kvöld lagði af stað til Póllands hópur keppenda úr JR í aldursflokkum U12/U14/U16 og munu þau keppa næsta laugardag á International Judo Tournament For Children and the Youth í Bielsko-Biala og sunnudaginn eftir mót taka þau þátt í eins dags æfingabúðum en fram að móti munu þau æfa í júdoklúbbi með Pólskum börnum. Þau sem fóru í þessa ferð eru Danielė Kucyte, Elías Funi Þormóðsson, Helena Bjarnadóttir, Jónas Björn Guðmundsson, Matas Naudziunas, Romans Psenicnijs og Weronika Komendera. Þjálfarar og farastjórar eru þeir Bjarni Skúlason og Janusz Komendera.
Starfssemin hefst á ný á morgun 7. janúar samkvæmt stundaskrá. Ný byrjenda og framhaldsnámskeið hefjast 13. jan. Námskeiðin eru fyrir konur og karla og í aldursflokkum 8-10 ára, 11-14 ára og 15 ára og eldri. Helstu upplýsingar og skráningarform má finna hér.
Þeir félagar Logi Haraldsson, Ægir Valsson og Sveinbjörn Iura fóru í morgun til Austurríkis en þar munu þeir taka þátt í OTC æfingabúðunum í Mittersill og verða þar út vikuna og er þetta er liður í undirbúningi þeirra fyrir Reykjavík Judo Open sem verður haldið 25. janúar og norðurlandamótið sem verður í Reykjavík 25 og 26 apríl. Í Mittersill eru þeir í góðum félagsskap en á þessar æfingabúðir mæta flestir af bestu júdomönnum og konum heims. Þeir Árni Lund og Egill Blöndal hefðu einnig átt að vera í Mittersill en eru að jafna sig eftir smá meiðsli og voru því ekki tilbúnir í verkefnið að þessu sinni. Hér neðar eru nokkra myndir af strákunum og fleirum við ýmis tækifæri.
Þrátt fyrir að Júdofélag Reykjavíkur sé meira en 50 ára gamalt félag en það var stofnað 1965, þá hefur einhverrahluta vegna ekki verið komið á þeirri hefð að velja júdomann ársins hjá félaginu en nú hefur orðið breyting á því. Ákveðið var að velja ekki einungis júdomann ársins heldur einnig júdomann ársins í U21 árs og þann efnilegasta. Við valið er ekki einungis tekið mið af árangri heldur einnig ástundun, framkomu og virðingu fyrir íþróttinni. Einungis er valinn einn júdomaður ársins og er það annaðhvort kvenmaður eða karlmaður hverju sinni og það sama á við í U21 og þann efnilegasta.
Árni Pétur Lund sem keppir í -81 kg flokki var valinn júdomaður JR 2019. Hann tók þátt í fjórum alþjóðlegum mótum á árinu og vann þrettán viðureignir af tuttugu. Hann varð Norðurlandameistari og sigraði þar fjóra andstæðinga með yfirburðum. Varð í þriðja sæti á Smáþjóðaleikunum í Monmtenegro og á Matsumae Cup í U21 árs varð hann þriði eftir að hafa lagt sex andstæðinga af velli. Hann varð í þriðja sæti á Reykjavík Intl. games, Íslandsmeistari í 81 kg flokki karla og í þriðja sæti í Opnum flokki. Íslandsmeistari í -90 kg flokki U21 árs og Íslandsmeistari með félagi sínu JR í liðakeppni karla og U21 árs og auk þess vann hann Haustmót karla -81 kg og Afmælismót JSÍ -90 kg í U21.
Árni Pétur Lund
Kjartan Hreiðarsson sem er 16 ára og keppir í -73 kg flokki var valinn júdomaður JR 2019 í U21 árs aldursflokki. Hann vann nánast öll þau mót sem hann tók þátt í á árinu, Íslandsmeistari bæði í U18 og U21 árs og liðakeppni, varð þriðji á Íslandsmeistaramóti karla og silfur á Opna Finnska svo eitthvað sé tiltekið. Kjartan hefur tekið mjög miklum framförum og verður spennandi að fylgjast með honum á júdovellinum á komandi árum.
Kjartan Hreiðarsson
Skarphéðinn Hjaltason sem er 15 ára og keppir í -81 kg flokki var valinn Efnilegasti Júdomaður JR 2019 í aldursflokki U18/U21 árs. Skarphéðinn hefur tekið miklum framförum á árinu og er öðrum til fyrirmyndar hversu vel hann sækir æfingar og leggur sig fram á þeim. Hann er alveg óhræddur við að glíma við sér eldri og reyndari júdomenn og þyngri ef því er að skipta og eftir því tekið að hann tekur alltaf þátt í stuttri auka æfingu með félögum sínum að lokinni venjulegri æfingu.
Þórarinn Rúnarsson tók 1. kyu (brúnt belti) í gær og gerði það vel. Nú getur hann farið að vinna í því að fá svartabeltið en til þess þarf hann að vera í verðlaunasæti á Íslandsmóti seniora eða Reykjavík Judo Open og hafa unnið ákveðinn fjölda andstæðinga á þeim mótum eða öðrum senioramótum. Til hamingju með áfangann.
Síðasta æfing fyrir jól hjá 8-10 ára og 11-14 ára verður föstudaginn 20. des. en þá verður haldin sameiginleg æfing með báðum þessum aldursflokkum og er mæting kl. 17. Að lokinni æfingu verður boðið í kaffi/gos og kökur. Reglulegar æfingar hefjast svo aftur 2020 samkvæmt stundaskrá. Þriðjudaginn 7. janúar hefjast æfingar hjá 8-10 ára og miðvikudaginn 8. janúar hjá 11- 14 ára.
Síðasta æfing fyrir Jól hjá framhaldi 15 ára og eldri er í dag 19. des. og æfingar hefjast svo aftur þriðjudaginn 7. janúar 2020. Æfingar hjá meistaraflokki verða fram að áramótum sem hér segir, föstudaginn, 20. des, 27. des. og mánudaginn 30 des. Fyrsta æfing á nýju ári verður svo föstudagurinn 3. janúar.
Garðar Hrafn Skaftason UMFS tók í dag gráðuna 4. dan og gerði það með glæsibrag. Óskum við honum til hamimgju með gráðuna. Uke hjá Garðari var Arnar Ólafsson varaformaður JSÍ. Garðar er einn af sjö Íslendingum með þessa gráðu. Hér neðar er mynd af þeim félögum Arnari og Garðari að lokinni gráðun í dag.
Á uppskeruhátíð JSÍ í dag voru veittar ýmsar viðurkenningar eins og fyrir þjálfaranám, dómari ársins, staðfesting á dan gráðum, bronsmerki JSÍ og síðast en ekki síst tilkynnt um val á júdomanni og konu ársins og þau efnilegustu í U18/U21. Ásta Lovísa Arnórsdóttir úr JR var útnefnd júdokona ársins 2019 og Sveinbjörn Iura úr Ármanni Júdomaður ársins og efnilegust voru þau Kjartan Hreiðarsson úr JR og Heiðrún Pálsdóttir úr UMFN og óskum við þeim til hamingju með útnefninguna. Á myndunum hér neðar afhendir varaformaður JSÍ Arnar Ólafsson þeim Ástu og Kjartani viðurkenningar sínar.
Arnar Ólafsson og Ásta Lovísa
Arnar Ólafsson og Kjartan Hreiðarsson
Manage Cookie Consent
Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.
Functional
Always active
The technical storage or access is strictly necessary for the legitimate purpose of enabling the use of a specific service explicitly requested by the subscriber or user, or for the sole purpose of carrying out the transmission of a communication over an electronic communications network.
Preferences
The technical storage or access is necessary for the legitimate purpose of storing preferences that are not requested by the subscriber or user.
Statistics
The technical storage or access that is used exclusively for statistical purposes.The technical storage or access that is used exclusively for anonymous statistical purposes. Without a subpoena, voluntary compliance on the part of your Internet Service Provider, or additional records from a third party, information stored or retrieved for this purpose alone cannot usually be used to identify you.
Marketing
The technical storage or access is required to create user profiles to send advertising, or to track the user on a website or across several websites for similar marketing purposes.