Æfingar eru vel sóttar

Æfingar barna í 10 bekk og yngri hafa verið vel sóttar. Æfingar eru fimm daga vikunnar kl. 17:30-18:30. Á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum eru júdoæfingar í JR en á þriðjudögum og fimmtudögum eru útiæfingar sem haldnar eru við leiksvæðið við Gufunesbæ í Grafarvogi svo það verður æfing þar í dag. Þegar vel viðrar og vel liggur á mannskapnum verður boðið í grill eins og gert var síðasta fimmtudag. Hér neðar eru myndir frá æfingum í síðustu viku og æfingunni í gær.