Æfingar í sumar hjá JR

Æfingar 8-10 ára og 11-14 ára hafa verið sameinaðar og verða þær út júní til að vinna upp tapaðan tíma sem tapaðist vegna Covid-19. Æfingar eru á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 17:30-18:30.

Æfingar hjá framhaldi 15 ára og eldri hafa verið sameinaðar með meistaraflokki og verða þær á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 18:30-20:00

Byrjendaæfingar í öllum aldursflokkum hefjast svo aftur seinnipart ágústmánaðar og verður það auglýst síðar.