Meira geitahlaup

Það var vel mætt á hlaupa/þrekæfinguna í dag, veðrið var í góðu lagi, smá gola og nánast þurrt og flestir voru að bæta sig og ná betri tíma. Af gefnu tilefni var að sjálfsögðu minnt á að virða tveggja metra regluna bæði á hlaupum og í myndatöku. Þeir sem mættu í dag voru Árni Lund, Oddur Kjartans, Þórarinn Rúnars, Andri Ævars, Ingunn Rut, Ingólfur Rögnvalds, Kjartan Hreiðars, Daníel Árna og Logi Haralds og nutum þau aðstoðar Halldórs Guðbjörnssonar sem var ekki bara margfaldur Íslandsmeistari í júdo heldur einnig margfaldur Íslandsmeistrari í hlaupum áður en hann hóf að æfa júdo. Hér eru myndir af hópnum en það vantar Loga sem þurfti að fara fyrr.

Frá vinstri, Árni, Oddur, Þórarinn, Andri, Halldór, Ingunn, Ingólfur, Kjartan og Daníel.