Fyrsta æfing eftir samkomubann

Æfingar barna í 10 bekk og yngri eru hafnar og var vel mætt á fyrstu æfingu í gær eftir samkomubann en bæði iðkendur og þjálfarar voru greinilega orðnir spenntir að geta hafið æfingar á ný. Æft verður út júní til að vinna upp tapaðan tíma og verða þær á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 17:30-18:30. Við ætlum einnig að fjölga æfingum og bæta við þriðjudögum og fimmtudögum á sama tíma fyrir þá sem vilja og hafa tök á að mæta en þetta verða útiæfingar hlaup, þrek, leikir, tækniæfingar og gæti veður því haft áhrif á hvort þær verði eða falli niður en það verður þá tilkynnt. Einnig verða útiæfingarnar ekki endilega á sama stað en það verður tilkynnt hverju sinni hvar hún verður.

Fyrsta æfing verður í dag og verður hún við leiksvæðið við Gufunesbæ í Grafarvogi frá 17:30-18:30. Þó þetta sé hlaupa/þrek æfing að mestu þá ætlum við að taka smá tækniæfingu líka svo hafið með ykkur júdojakkann og belti .

Hér eru nokkra myndir frá æfingunni í gær