Ólympíuleikunum í Tokyo frestað til 2021

Ólympíuleikunum sem áttu að hefjast í sumar í Tokyo hefur verið frestað og munu þeir fara fram sumarið 2021. Óljóst er hvaða áhrif frestunin hefur á þátttökurétt keppenda því margir höfðu þegar tryggt sér þátttökurétt og aðrir voru á þröskuldnum og nokkur úrtökumót voru eftir. Búast má við að Alþjóða Júdosambandið (IJF) bregðist fljótt við og tilkynni hvernig framhaldið muni verða.

Nútíma Ólympíuleikar hafa verið haldnir á fjögurra ára fresti frá árinu 1896 og er þetta í fyrsta skipti í sögunni sem þeim hefur verið frestað en þeim hefur þó þrisvar sinnum verið aflýst en það var 1916 vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar og 1940 og 1944 vegna þeirra seinni.

Hér eru tenglar þar sem lesa má nánar um þetta.

IJF

EJU

Tokyo Olympic Games postponed to 2021

JOINT STATEMENT FROM THE INTERNATIONAL OLYMPIC COMMITTEE AND THE TOKYO 2020 ORGANISING COMMITTEE