Ólympíuleikunum í Tokyo frestað til 2021

Ólympíuleikunum sem áttu að hefjast í sumar í Tokyo hefur verið frestað og munu þeir fara fram sumarið 2021. Óljóst er hvaða áhrif frestunin hefur á þátttökurétt keppenda því margir höfðu þegar tryggt sér þátttökurétt og aðrir voru á þröskuldnum og nokkur úrtökumót voru eftir. Búast má við að Alþjóða Júdosambandið (IJF) bregðist fljótt við og tilkynni hvernig framhaldið muni verða.

Nútíma Ólympíuleikar hafa verið haldnir á fjögurra ára fresti frá árinu 1896 og er þetta í fyrsta skipti í sögunni sem þeim hefur verið frestað en þeim hefur þó þrisvar sinnum verið aflýst en það var 1916 vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar og 1940 og 1944 vegna þeirra seinni.

Hér eru tenglar þar sem lesa má nánar um þetta.

IJF

EJU

Tokyo Olympic Games postponed to 2021

JOINT STATEMENT FROM THE INTERNATIONAL OLYMPIC COMMITTEE AND THE TOKYO 2020 ORGANISING COMMITTEE

Jóhann og Gísli með gráðuna 3. dan

Þeir félagar Jóhann Másson (JR) formaður JSÍ og Gísli Egilsson (JDÁ) hafa tekið gráðuna 3. dan og gerðu þeir það með glæsibrag. Þeir tóku prófið saman og voru Uke hjá hvor öðrum. Óskum við þeim til hamingju með áfangann. Hér eru myndir af þeim að lokinni gráðun.

Síðbúnar myndir frá beltaprófum.

Nokkrar gráðanir hafa verið í JR frá áramótum í öllum aldursflokkum og hefur verið venjan að birta myndir af nemendum að loknu prófi en eitthvað hefur það misfarist og hafa ekki allar myndir verið birtar en hér skal bætt úr því. Hér eru myndir af nokkrum JR ingum sem tóku beltapróf á þessu ári.

Samkomubann – júdoæfingar falla niður

Þar sem samkomubann hefur verið sett á vegna COVID-19 veirunnar og augljóst er að í okkar íþrótt getum við ekki haldið 2 metra fjarðlægð á milli einstaklinga þá þurfum við því miður að fella niður æfingar hjá öllum aldursflokkum næstu fjórar vikur eða frá 16. mars til 14. apríl eins og bannið segir til um. Við munum fylgjast með fréttum frá íþróttahreyfingunni og opinberum aðilum af framvindu mála og vonumst til að geta hafið æfingar aftur sem allra fyrst aftur og birtum þá tilkynningu um það hér á síðunni.

Vormót Seniora 2020

Vormót JSÍ 2020 í seniora flokki (15 ára og eldri) verður haldið í Júdofélagi Reykjavíkur laugardaginn 21. mars næstkomandi. Skráning til miðnættis mánudaginn 16. mars og af gefnu tilefni þá sjá klúbbarnir um að skrá keppendur í skráningakerfið en ekki þátttakendur sjálfir eða foreldrar. Myndin hér að ofan af Kjartani og Mark og myndirnar hér neðar eru frá Vormótinu 2019.

Frétt um JR í fréttablaði í Halberstadt

Hannah Duve sem heimsótti okkur í febrúar s.l. og tók æfingu með krökkunum í aldursflokki 11-14 ára sendi okkur meðfylgjandi frétt úr svæðisdagblaði í Halberstadt í Þýskalandi þar sem hún býr en þar er sagt frá heimsókn hennar til JR. Á heimasíðu júdoklúbbsins sem hún æfir með má sjá fjölda frétta um hana og greinilegt að hún er að standa sig vel. Hún meiddist á öxl nýverið á æfingu svo hún getur lítið æft sem stendur en vonast til að verða orðin góð í maí svo hún geti tekið þátt í meistaramótinu í Saxlandi.

Beltagráðun í JR hjá yngri iðkendum

Nokkrar gráðanir hafa verið í JR síðustu daga í aldursflokknum 11-14 ára og hafa flestir verið að taka fyrri hluta belta þ.e hálft gult eða hálft appelsínugult belti og svo framvegis og nokkrir 15 ára og eldri tóku heil belti. Í aldursflokknum 10 ára og yngri tóku nokkur börn beltapróf og fá þau strípur sem eru málaðar þversum á beltin og sýna þær hvé gömul börnin eru og hve lengi þau hafa æft júdo en þegar þau ná ellefu ára aldri fara þau úr hvítu belti í hálft gult og síðar á árinu í gult belti. Hér er mynd af nýgráðuðum júdodrengjum og stúlkum sem tekin var á æfingu í gær.