Yfir 30 börn tóku sitt fyrsta beltapróf

Fimmtudaginn 11. mars s.l. var fyrsta beltapróf ársins fyrir yngstu iðkendur JR en aldursflokkurinn 4-10 ára tók þá sitt fyrsta beltapróf og voru margir þar að fá sína fyrstu strípu. Yfir þrjátíu börn tóku þátt að þessu sinni og stóðu þau sig öll með sóma.

Börn 10 ára og yngri fá strípur á beltin sín en þegar þau verða 11 ára þá fá þau ný belti. Litirnir á strípunum segja til um aldur judoka og fjöldi strípa segja til um hve lengi hann hefur æft en það er gefin ein strípa fyrir hverja önn og eru annirnar tvær á ári. Hér er má sjá litakerfi belta fyrir 10 ára og yngri og 11 ára og eldri.

Hér er mynd af börnunum og linkur á stutt mynband að loknu prófi.