Sveinbjörn komst í 16 manna úrslit

Þá eru tveir af þremur keppnisdögum lokið á Tbilisi Grand Slam 2021Sveinbjörn Iura keppti í dag og mætti Theodoros Demourtsidis frá Grikklandi í þrjátíu og tveggja manna útslætti. Þetta var hörkuviðureign og spennandi þar sem ekkert var gefið eftir. Eftir venjulegan glímutíma hafði hvorugur skorað en Sveinbjörn hafði verið öllu sterkari og var Theodoros kominn með tvö rerfsistig en Sveinbjörn ekkert. Glíman fór því í gullskor og sigraði Sveinbjörn örugglega með fastataki eftir rúmar tvær mínútur og þar með kominn í sextán manna úrslit. Þar mætti hann Sami Chouchi frá Belgíu sem er í 19. sæti heimslistans en varð að lúta í lægra haldi fyrir honum þegar glíman var umþað bil hálfnuð og lauk þar með keppni á mótinu en Sami gerði sér lítið fyrir og fór alla leið í úrslitin og stóð uppi sem sigurvegari í lok dagsins. Þessi góði árangur Sveinbjörns í dag gefur honum 160 punkta og færist hann því að öllum líkindum upp um tíu sæti á heimslistanum og gæti þá verið í kringum 64 sæti en nýr listi verður birtur á mánudaginn. Hér neðar er videoklippa þegar Sveinbjörn kastar Grikkjanum og fer beint í fastatak í framhaldi af því. Hér má sjá báðar glímurnar hans Sveinbjörns og öll úrslit mótsins.

Brot úr fyrri glímu Sveinbjörns á Tblisi Grand Slam 2021