Vormót seniora 2021 – Úrslit

Vormót JSÍ í karla og kvenna flokkum var haldið í dag og fór það fram í æfingasal JR. Nokkuð var um veikindi og fækkaði því keppendum þó nokkuð á síðustu stundu en keppendur voru frá Judodeild Ármanns, Judodeild Grindavíkur, Judodeild ÍR, Judofélagi Reykjavíkur, Judodeild Selfoss og Judodeild Tindastóls. Mótið sem var skemmtilegt með fullt af flottum og spennandi viðureignum og glæsilegum köstum hófst kl. 13 og lauk um kl. 15. Hér eru videoklippur frá mótinu, fyrri hluti og seinni hluti og hér neðar eru myndir af verðlaunahöfum og fleiri myndir frá mótinu og hér eru svo úrslitin.