Lagt af stað á Vormót JSÍ – Bein útsending

Í dag var lagt af stað í rútu til Akureyra til að taka þátt í Vormóti JSÍ í aldursflokkum U13, U15, U18 og U21 árs. Langflestir klúbbar sendu þátttakendur þrátt fyrir leiðindaveður síðustu daga og eru keppendur tæplega sjötíu og koma þeir frá JR, ÍR, Selfossi, Grindavík, KA ogTindastól. Vigtun er í kvöld og svo hefst keppnin í KA heimilinu kl. 10 í fyrramálið og mótslok áætluð um kl. 15. Keppnin verður í beinni útsendingu og hægt að fylgjast með framvindu keppninnar og næstu glímum hér.

Keppendur úr JR, ÍR og Selfossi fóru saman í rútu og eru meðfylgjandi myndir teknar af hluta hópsins rétt áður en lagt var af stað.