Úrslit Vormóts yngri 2021

Þá er vel heppnuðu Vormóti JSÍ í yngri aldursflokkum á Akureyri lokið. Mótið var í umsjón Judodeildar KA eins og undanfarin ár og fórst þeim það vel úr hendi en Hans Rúnar Snorrason hafði yfirumsón með því. Hægt var að fylgjast með framvindu mótsins á netinu og auk þess var það í beinni útsendingu sem var frábært, sérstaklega fyrir þá sem ekki komust á mótsstað. JR átti góðan dag, vann fimmtán gullverðlaun, níu silfur og fjögur bronsverðlaun. JR óskar keppendum til hamingju með árangurinn og þjálfurunum fyrir frábært starf sem þeir hafa innt af hendi. Einnig þökkum við foreldrum sem fóru með í þessa ferð fyrir þeirra aðstoð og stuðning. Hér eru úrslitin og hér er video af öllum glímunum.