Íslandsmót seniora 2023 verður haldið laugardaginn 22. apríl í Laugardalshöllinni. Mótið hefst kl. 10 með forkeppni í öllum þyngdarflokkum sem ætti að ljúka um kl. 13 og úrslitin í þeim flokkum og opni flokkurinn hefst svo kl. 14:00 og mótinu lýkur um kl. 16:00. Hér er hægt að fylgjast með í beinni útsendingu og hér má svo sjá úrslitin.
Hægt er að fylgjast með mótinu í símanum með appinu Judo Mobile sem er hægt að nálgast á Google Play og kostar ekkert.
Á morgun sumardaginn fyrsta falla allar æfingar niður nema hjá Gólfglímu 30+ og meistaraflokki vegna undirbúnings þeirra fyrir Íslandsmeistaramót karla og kvenna sem haldið verður næsta laugardag í Laugardalshöllinni og hefst kl. 10. Æfingar á föstudaginn verða samkvæmt stundaskrá en allar æfingar falla niður laugardaginn 22. apríl (Gólfglíma 30+ og börn 5-6 ára) þar sem kennarar verða uppteknir við störf á Íslandsmeistaramótinu. Gleðilegt sumar.
Páskamót JR og Góu 2023 fór fram laugardaginn 15. apríl en það er jafnan haldið fyrstu helgina eftir páska. Páskamótið sem er eitt vinsælasta mót ársins hjá yngri judo iðkendunum og jafnframt það fjölmennasta er æfingamót og fá allir þátttakendur verðlaun að því loknu. Mótið hófst kl. 12 hjá börnum 7-10 ára og lauk því um kl. 14 en þá hófst keppni í aldursflokkum 11-14 ára en fyrr um morguninn höfðu börn í aldursflokki 5-6 ára sýnt kunnáttu sína á judo keppnisreglum og hvernig á að bera sig að í keppni. Þátttakendur voru voru rúmlega sjötíu frá eftirfarandi klúbbum, Judodeild Ármanns, Judodeild Grindavíkur, Judodeild Selfoss, Judodeild ÍR, Judodeild Tindastóls, Judofélagi Garðabæjar og Judofélagi Reykjavíkur. Með keppendunum komu að sjálfsögðu þjálfarar og aðstoðarmenn og auk þeirra fjöldinn allur af aðstandendum og var stemmingin góð á staðnum og keppnin skemmtilegt með fullt af flottum viðureignum. Dómarar mótsins voru nokkrir af okkar bestu judomönnum í U18 og U21 árs og stóðu þau sig frábærlega en það voru þau Helena Bjarnadóttir, Jónas Guðmundsson, Mikael Ísaksson, Skarphéðinn Hjaltason og Weronika Komendera sem dæmdu. Streymt var frá mótinu en hér eru úrslitin, myndir frá mótinu og stutt video klippa.
Páskamótið verður haldið á morgun laugardaginn 15. aprílog hefst kl. 12 í aldursflokkum 7-10 ára (vigtun frá 11-11:30) og keppni barna 11-14 ára verður frá kl. 14-16 (vigtun frá 13-13:30). Skráðir keppendur eru tæplega eitt hundrað frá sjö judoklúbbum. Streymt verður frá mótinu og úrslitin, myndir og videoklippur verða síðan birt hér á síðunni.
Íslandsmót seniora 2023 verður haldið laugardaginn 22. apríl í Laugardalshöllinni. Mótið hefst kl. 10 með forkeppni í öllum þyngdarflokkum sem ætti að ljúka um kl. 12 og úrslitin myndu þá hefjast fljótlega eftir hádegi. Þegar þeirri keppni lýkur hefst keppni í opnum flokkum karla og kvenna en nánari upplýsingar að loknum skráningarfresti sem lýkur mánudaginn 17. apríl. Þeir JR ingar sem ætla að taka þátt í mótinu láti þjálfra vita ekki seinna en föstudaginn 14. apríl.
Það styttist í páskafrí hjá okkur en það verða æfingar í dag, á morgun og miðvikudag en páskafrí hefst svo á skírdag, fimmtudaginn 6. apríl. Æfingar hefjast aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 11. apríl. Það gæti þó verið að það verði æfing annan í páskum hjá meistaraflokki og framhaldi 15 ára og eldri og verður það þá auglýst hér og á facebook.
Páskamót JR og Góu verður nú haldið í átjánda sinn laugardaginn 15. apríl og er mótið opið öllum klúbbumeins og venjulega. Skráningarfrestur er til miðnættis þriðjudagsins 11. apríl og sjá klúbbarnir um að skrá þátttakendur ekki foreldrar. Keppt verður í aldursflokkum 7-10 ára frá kl. 12-14 (vigtun frá 11-11:30) og 11-14 ára frá 14-16 (vigtun frá 13-13:30). Ef breytingar verða á dagskránni þá verða þær birtar hér að loknum skráningarfresti. Sama dag verður Páskamót JR fyrir börn 5-6 ára haldið á æfingatíma þeirra frá 10-11 og er það eingöngu innanfélagsmót.
Í dag verður haldin sameiginleg æfing með öðrum klúbbum hjá Judodeild UMFS á Selfossi kl. 18:00 og mun JR taka þátt í þeirri æfingu og fellur því meistaraflokksæfingin hjá okkur niður í dag. Þar sem einhverja vantar far þá ætlum við að hittast í JR kl. 16:45 og sameinast um bíla.
Stanislaw Buczkowski öflugur og góður judomaður frá Póllandi sem æft hefur með okkur í JR síðastliðna þrjá mánuði, hefur lokið dvöl sinni á Íslandi í bili að minnsta kosti og er farinn aftur heim. Það var frábært að fá hann í klúbbinn og virkilega gott fyrir okkar bestu iðkendur að æfa með honum og þökkum við honum fyrir komuna og bjóðum hann velkominn aftur næst þegar hann á leið um. Á myndunum hér neðar er Stanislaw að glíma við Kjartan Hreiðarsson á æfingu og með landa sínum Janusz Komendera sem æft hefur með og keppt fyrir JR í fjölmörg ár.
Nokkrir iðkendur úr JR heimsóttu í gær Judofélag Suðurlands (JS) sem er yngsta judofélag landsins en það hóf nú nýlega starfsemi. Aðalþjálfari félagsins er George Bountakis 6. dan frá Grikklandi og byrjar hann með krafti en á vegum JS í gegnum George hafa þrír judomenn frá Grikklandi verið við æfingar hjá JS. Um helgina tóku þeir þátt í Vormóti JSÍ og var mikill fengur í því fyrir okkar judomenn að fá tækifæri á því að keppa við þá og æfa með þeim að móti loknu en þeir eru allir á top tíu lista í Grikklandi. Næsta föstudag munu JR ingar svo sækja Judodeild UMFS heim en þann dag verður opin sameiginleg æfing haldin hjá þeim og fellur því föstudagsæfingin hjá okkur niður þann dag. Hér stutt videoklippa og nokkrar myndir frá heimsókninni til JS.
Manage Cookie Consent
Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.
Functional
Always active
The technical storage or access is strictly necessary for the legitimate purpose of enabling the use of a specific service explicitly requested by the subscriber or user, or for the sole purpose of carrying out the transmission of a communication over an electronic communications network.
Preferences
The technical storage or access is necessary for the legitimate purpose of storing preferences that are not requested by the subscriber or user.
Statistics
The technical storage or access that is used exclusively for statistical purposes.The technical storage or access that is used exclusively for anonymous statistical purposes. Without a subpoena, voluntary compliance on the part of your Internet Service Provider, or additional records from a third party, information stored or retrieved for this purpose alone cannot usually be used to identify you.
Marketing
The technical storage or access is required to create user profiles to send advertising, or to track the user on a website or across several websites for similar marketing purposes.