Farið í sund og út að borða

Það mættu tólf börn úr 11-14 ára hópnum auk tíu foreldra og eða aðstandenda í Sundhöllina í dag en það var ákveðið að nota daginn sem frátekinn hafði verið fyrir Kids Festival en hafði verið fært á annan dag og gera eitthvað annað í staðinn. Niðurstaðan var sú að fara í sund og að því loknu að borða saman í Grillhúsinu. Það var mikið fjör og mikil stemming hjá krökkunum og skemmtu þau sér vel og það sama má segja um þau fullorðnu. Þetta var afar vel heppnað og verður örugglega endurtekið og helst reglulega en kanski með einhverjum öðrum hætti og með fleiri aldursflokkum.