Vormót JSÍ 2024 yngri flokkar á Akureyri

Vormót JSÍ 2024 í yngri aldursflokkum (U13/U15/U18 og U21 árs) verður haldið á Akureyri 16. mars í KA heimilinu. Keppt verður í aldursflokkunum U13, U15, U18 og U21 og hefst mótið kl. 10 eins og lýkur væntanlega um kl. 15. Gert er ráð fyrir að vigtun verði einnig eins og undanfarin ár í KA heimilinu föstudagskvöldið 15.mars frá kl.19-21:00 og einnig verði þá hægt að vigta sig að morgni mótsdags. Farið verður með rútu frá JR föstudaginn 15. mars kl. 14 og komið til baka daginn eftir um kl. 21. Kostnaður, rúta og gisting (hótel/uppábúin rúm með morgunmat) um 15.000 kr. sem JR leggur út fyrir og rukkar svo þátttakendur í vikunni að loknu móti en þátttakendur þurfa þó að hafa með sér pening fyrir mat og drykkjum sem hver og einn ákveður sjálfur. Með hópnum fara þrír þjálfarar frá JR. Myndin hér ofar er frá mótinu í fyrra.