Hittumst í Sundhöll Reykjavíkur

Þar sem Kids Festival sem vera átti á morgun laugardag var fært á annan dag urðum við (JR) að sleppa þátttöku þar sem þjálfarar og keppendur í Kata voru bundnir í vinnu og eða við önnur verkefni og allmörg börn/foreldrar höfðu önnur plön og gátu ekki breytt sínum áætlunum . Í staðinn ætlum við að nota tækifærið þar sem dagurinn var frátekinn og ákveðið var að fara í sund. Krakkarnir og þeir foreldrar/aðstandendur sem hafa tök á að koma með ætla að hittast við Sundhöllina í Reykjavík á Barónsstíg kl. 14. og verðum þar í umþað bil í einn og hálfan tíma. Að sundi loknu verður borðað í Grillhúsinu á Laugavegi 96 (hver greiðir fyrir sig) en búið er að panta borð fyrir hópinn og örkum við þangað frá Sundhöllinni og ætti viðburðinum svo að vera lokið um kl. 17. Frekari uppl. hjá Guðmundi þjálfara.