Halldór Guðbjörnsson 7. dan

Halldór Guðbjörnsson var í dag gráðaður í 7. dan og fékk viðurkenningarskjal því til staðfestingar afhent af forseta Evrópu Judosambandsins (EJU) Dr. László Tóth en hann er staddur hér á landi í tilefni Kids Festival sem haldið var hér á landi. Til að hljóta þessa gráðu þarf Judosamband Íslands að fá samþykki bæði EJU og Alþjóða Judosambandsins (IJF) og gráðuhafi að uppfylla ýmis skilyrði og þar á meðal lágmarkstíma frá síðustu gráðun sem er tíu ár. Halldór er vel að þessari gráðu kominn, til hamingju Halldór.