Danish Open 2024 – Alli með bronsverðlaun

Danish Open 2024 var haldið dagana 10-11 febrúar í Vejle og voru þátttakendur frá Íslandi tíu auk þjálfara og fararstjóra. Flestir þátttakendurnir kepptu í tveimur aldursflokkum, fyrri daginn í U18 eða senioraflokki og seinni daginn í U21 árs. Frá JR tóku þátt þau Veronika Komendera -57 kg, Jónas Guðmundsson -66 kg, Romans Psenicnijs og Daron Hancock -73 kg, Mikael Ísaksson og Aðalsteinn Björnsson -81 kg og Skarphéðinn Hjaltason -90 kg flokki. Frá KA komu þeir Birkir Bergsveinsson og Samir Jónsson báðir í -66 kg flokki og frá JRB Daníel Árnason einnig í -66 kg flokki. Þjálfari með hópnum var Zaza Simonishvili og Ari Sigfússon fararstjóri. Aðalsteinn Björnsson náði bestum árangri en hann hreppti bronsverðlaunin í U21 árs aldursflokki og Skarphéðinn Hjaltason varð í 7 sæti í U21. Í gær keppti Romans um bronsverðlaunin í U18 -73 kg flokki en tapaði og endaði því í 5. sæti og Weronika varð í 7. sæti í U18 -57 kg. Hér neðar er mynd af JR hópnum á síðustu æfingu áður en lagt var af stað til Danmerkur og Aðalsteini á verðlaunapallinum. Að loknu móti taka við tveggja daga æfingabúðir. Hér má finna úrslitin og hér er linkur á YouTube rás mótsins og hér er bronsglíman hans Alla.