Abu Dhabi Grand Slam 2019

Abu Dhabi Grand Slam hófst í dag og eru þeir Egill Blöndal og Sveinbjörn Iura á meðal þátttakenda og keppir Sveinbjörn á morgun og Egill á laugardaginn og hefst keppnin báða daga kl. 5 að morgni að Íslenskum tíma. Dregið var í gær og mætir Sveinbjörn Sacha Denanyoh frá TOG og er hann í 209 sæti heimslistans og Egill mætir Dmytro Berezhny frá UKR sem er í 143 sæti. Ef vel gengur í fyrstu umferð þá verður róðurinn erfiður í þeirri næstu því andstæðingar þeirra þá verða keppendur í 5-9 sæti heimslistans og myndi Sveinbjörn mæta Vedat Albayrak frá Tyrklandi en hann var í 3. sæti á HM 2018 og Egill myndi mæta Kukolj Aleksandar Evrópumeistara 2017. Þátttakendur eru 553 frá 5 heimsálfum og 95 þjóðum. Karlarnir eru 322 og konurnar eru 231. Hér er keppnisröðin og á Sveinbjörn 14 viðureign á velli 1 og Egill 5 viðureign á velli 2. Hér er tengill á beina útsendingu.

Haustfagnaður JR föstudaginn 1. nóv.

  • Föstudagur, 1. nóvember 2019 frá 19:00 til 22:30
  • Resturant Reykjavík, Vesturgötu 2, 101 Reykjavík

Haustfögnuður Júdofélags Reykjavíkur er viðburður sem haldin er til styrktar yngriflokkastarfi Júdofélags Reykjavíkur. Komum saman og gerum okkur glaðan dag um leið og við styðjum við grasrót félagsins.

Til þess að staðfesta komu ykkar á haustfögnuðinn þarf að millifæra 5.000 kr. á reikning 0323-26-5300 kt: 670169-4729 og setja “Haustfögnuður” í skýringu. Einnig er hægt að greiða með korti á skrifstofu Júdofélags Reykjavíkur. Skráningafrestur er 25. okt.

Matseðill
Hægeldaður lambabógur, ásamt grænmeti, kartöflum og rauðrófum. Borið fram með rauðvínssósu.

Dagskrá · föstudagur 1. nóvember 2019

19:00 – 20:00 Fordrykkur

20:00 – 21:30 Kvöldverður

21:30 – 22:30 Opinn Bar

Grand Slam Brasilía

Grand Slam Brasilía sem hófst á sunnudaginn lýkur í dag með keppni í -90, -100 og +100 kg flokkum karla og -78 og +78 kg flokkum kvenna. Keppnin hófst í dag kl. 14 á okkar tíma og lýkur kl. 22 í kvöld. Hér er drátturinn og keppnisröðin og hægt að fylgjast með í beinni útsendingu. Athygli vekur að tvöfaldur Ólympíumeistari og margfaldur heimsmeistari Teddy Riner er á meðal þátttakenda og er það hans annað mót í tvö ár og þar af leiðir er hann ekki á meðal þeirra efstu á heimslistanum og er því ekki forraðað og ekki búinn að tryggja sér farseðil á Ólympíuleikana á næsta ári. Líklegt má telja að hann mæti Lukas Krpalek frá Tékklandi í fjórðungs úrslitum en hann er í öðru sæti heimslistans en sigurvegarinn þar fer í úrslitin en hinn keppir um bronsverðlaunin. Þátttakendur eru 316 frá 5 heimsálfum og 55 þjóðum, 176 karlar og 140 konur. Að þessu sinni verða engir íslendingar á meðal þátttakenda en Egill Blöndal og Sveinbjörn Iura keppa næst á Abu Ghabi Grand Slam 24-26 október.

Úrslit Haustmóts JSÍ 2019

Haustmót JSÍ 2019 var haldið í Grindavík í gær. Að þessu sinni var keppt í öllum aldursflokkum sama dagin en undanfarin ár hefur mótið verið tvískipt þannig að keppt hefur verið í senioraflokkum á öðrum tíma. Þar sem keppa átti í öllum aldursflokkum sama daginn varð að keppa á tveimur völlum svo mótið myndi klárast á skikkanlegum tíma og gekk það upp en mótið hófst kl. 10 og lauk rúmlega 14. Þátttakendur komu frá níu klúbbum sem er fjölgun um tvo frá 2018 en keppendur voru samt nokkuð færri nú en í fyrra og er það áhyggjuefni. Mótið sem var í umsjón Júdodeildar UMFG var vel undirbúið og umgjörð og aðstaða keppenda og starfsmanna góð. Dómarar voru sjö en það voru þau Andres Palma, Ármann Sveinsson, Björn Sigurðarson, Birkir Hrafn Jóakimsson, Marija Skúlason, Sævar Sigursteinsson og Yoshihiko Iura og stóðu þeir sig með sóma að venju og Þormóður Árni Jónsson var mótsstjóri. Við JR ingar vorum með tuttugu og níu keppendur og gekk þeim afar vel og unnu þeir til flestra verðlauna eða þrettán gullverðlaun, sex silfur og níu bronsverðlaun. Nánar hér og myndir frá mótinu og verðlaunahöfum hér neðar.

Weronika 11 ára

Weronika Komendera varð 11 ára 2. október og bauð til afmæliskaffis að lokinni æfingu. Til hamingju með daginn Weronika.

Uppfærð dagskrá Haustmóts JSÍ

Haustmót JSÍ verður haldið á morgun í Íþróttahúsi Grindavíkur og hefst það kl. 10. (Sjá nánar hér neðar). Vigtun fyrir U13/U15/U18/U21 er frá 9-9:30 svo mæta tímanlega svo enginn missi af mótinu. Keppni karla og kvenna hefst kl. 13 og vigtun hjá þeim frá 11-12.

Júdosamband Íslands vill vekja athygli á dagskrá Haustmóts 2019 hefur verið hefur verið uppfærð.

Helstu breytingar:

Leyfilegt er í öllum aldursflokkum að vera 1. kg yfir flokksmörkum.

Vigtun U13/U15/U18/U21 fer fram frá 9:00-9:30

Vigtun Seniora fer fram frá kl. 11-12, en leyfilegt er einnig að vigta kl 9:00-9:30.

Keppni hefst kl. 10 hjá U13/U15/U18

Keppni hefst kl. 11:15 hjá U21

Keppni hefst kl. 13 hjá Seniorum

Úrslit frá EO Luxembourg

Það var ekki góður dagur í dag sem þeir félagar Árni Pétur Lund og Ægir Valsson áttu á European Open í Luxembourg. Báðir töpuðu þeir því miður sinni fyrstu viðureign og voru þar með úr leik. Ægir átti fyrstu viðureign mótsins og mætti hann Leso Kvirikashvili frá Azerbaijan. Ægir er vanur því hér heima að geta tekið þau tök sem hann vill gegn mótherjum sínum og hefur oftast lítið fyrir því og hann stjórnar glímunum meira og minna jafnvel þó mótherjinn hafi náð tökum. Á móti sem European Open má ekki leyfa sér neitt kæruleysi og gegn svona sterkum andstæðingi verður hann að vera þolinmóður og halda fjarlægð þar til tækifæri gefst á því að sækja. Ægir gerði þau regin mistök að hleypa Leso alltof nálægt sér og leyfði honum nánast að taka sín bestu handtök og því fór sem fór og tapaði hann viðureigninni eftir umþað bil eina og hálfa mínútu. Ekki gekk Árna betur en hann mætti Ibrahim Keitafrá Frakklandi og tapaði viðureigninni á þremur refsistigum á rúmri mínútu. Hann virtist ekki átta sig á því fyrir hvað hann fékk fyrstu tvö refsistigin en hann hélt að dómarinnn væri að dæma á handtökin hans með hægri hendi en hann hélt fremst í ermina hjá FRA sem má gera og skildi ekkert í þessum dómum. Það var ekki fyrr en hann horfði á myndbandið af viðureign lokinni að hann áttaði sig á því fyrir hvað hann fékk þessi refsistig en það var vegna þess að hann hafði ómeðvitað tekið utan um (krumla) fingur Frakkans með vinstri hendi en það er óleyfilegt. Þriðja refsistigið fékk hann svo þegar hann fór út fyrir keppnissvæðið og þar með tapaði hann viðureigninni. Hér eru öll úrslitin.

Það er ekki hægt að kenna því um að strákarnir séu ekki í æfingu því þeir hafa sjaldan ef nokkru sinni verið í betra formi. Þessi “árangur” skrifast fyrst og fremst á keppnisreynsluleysi en þeir kepptu síðast fyrir um þremur mánuðum á Smáþjóðaleikunum og eru ekki í neinni keppnisrútínu og úr því verður að bæta ef árangur á að nást. Nú taka við hjá strákunum tveggja daga æfingabúðir í Luxembourg og verð þeir mættir á æfingu hjá JR á miðvikudaginn.

Árni og Ægir keppa í Luxembourg

European Judo Open í Luxembourg hófst í dag og eru þátttakendur 430 frá 50 þjóðum víðsvegar úr heiminum. Þeir Árni Pétur Lund -81 kg og Ægir Valsson -90 kg eru á meðal þátttakenda en þeir keppa á morgun sunnudaginn 29. sept. Keppnin hefst kl. 9 að morgni á okkar tíma og á Ægir fyrstu glímu og mætir Leso Kvirikashvili frá Azerbaijan (áður GEO) en Árni keppir eitthvað seinna og mætir hann Ibrahim Keita frá Frakklandi sem var Franskur meistari seniora 2017 og í 7. sæti á GS Paris og GP Tbilisi 2018. Keppnisröðina verður hægt að sjá hér. Hér er drátturinn og hægt að fylgjast með með keppninni í beinni útsendingu á fjórum völlum. 

Bannað af stjórnvöldum í Íran að halda áfram keppni

Saeid Mollaei einum besta júdomanni heims og ríkjandi heimsmeistara frá 2018 var bannað af stjórnvöldum í Íran að halda áfram keppni á heimsmeistaramótinu í Tokyo. Það gerðist þegar hann var kominn vel á veg í keppninni en hann fékk símtal frá íþróttamálaráðherra Írans þar sem honum var bannað að halda áfram keppni en líklegast var talið að hann myndi mæta Saki Muki frá Ísrael í úrslitum.