Úrslit Haustmóts JSÍ 2019

Haustmót JSÍ 2019 var haldið í Grindavík í gær. Að þessu sinni var keppt í öllum aldursflokkum sama dagin en undanfarin ár hefur mótið verið tvískipt þannig að keppt hefur verið í senioraflokkum á öðrum tíma. Þar sem keppa átti í öllum aldursflokkum sama daginn varð að keppa á tveimur völlum svo mótið myndi klárast á skikkanlegum tíma og gekk það upp en mótið hófst kl. 10 og lauk rúmlega 14. Þátttakendur komu frá níu klúbbum sem er fjölgun um tvo frá 2018 en keppendur voru samt nokkuð færri nú en í fyrra og er það áhyggjuefni. Mótið sem var í umsjón Júdodeildar UMFG var vel undirbúið og umgjörð og aðstaða keppenda og starfsmanna góð. Dómarar voru sjö en það voru þau Andres Palma, Ármann Sveinsson, Björn Sigurðarson, Birkir Hrafn Jóakimsson, Marija Skúlason, Sævar Sigursteinsson og Yoshihiko Iura og stóðu þeir sig með sóma að venju og Þormóður Árni Jónsson var mótsstjóri. Við JR ingar vorum með tuttugu og níu keppendur og gekk þeim afar vel og unnu þeir til flestra verðlauna eða þrettán gullverðlaun, sex silfur og níu bronsverðlaun. Nánar hér og myndir frá mótinu og verðlaunahöfum hér neðar.