Grand Slam Brasilía

Grand Slam Brasilía sem hófst á sunnudaginn lýkur í dag með keppni í -90, -100 og +100 kg flokkum karla og -78 og +78 kg flokkum kvenna. Keppnin hófst í dag kl. 14 á okkar tíma og lýkur kl. 22 í kvöld. Hér er drátturinn og keppnisröðin og hægt að fylgjast með í beinni útsendingu. Athygli vekur að tvöfaldur Ólympíumeistari og margfaldur heimsmeistari Teddy Riner er á meðal þátttakenda og er það hans annað mót í tvö ár og þar af leiðir er hann ekki á meðal þeirra efstu á heimslistanum og er því ekki forraðað og ekki búinn að tryggja sér farseðil á Ólympíuleikana á næsta ári. Líklegt má telja að hann mæti Lukas Krpalek frá Tékklandi í fjórðungs úrslitum en hann er í öðru sæti heimslistans en sigurvegarinn þar fer í úrslitin en hinn keppir um bronsverðlaunin. Þátttakendur eru 316 frá 5 heimsálfum og 55 þjóðum, 176 karlar og 140 konur. Að þessu sinni verða engir íslendingar á meðal þátttakenda en Egill Blöndal og Sveinbjörn Iura keppa næst á Abu Ghabi Grand Slam 24-26 október.