Abu Dhabi Grand Slam 2019

Abu Dhabi Grand Slam hófst í dag og eru þeir Egill Blöndal og Sveinbjörn Iura á meðal þátttakenda og keppir Sveinbjörn á morgun og Egill á laugardaginn og hefst keppnin báða daga kl. 5 að morgni að Íslenskum tíma. Dregið var í gær og mætir Sveinbjörn Sacha Denanyoh frá TOG og er hann í 209 sæti heimslistans og Egill mætir Dmytro Berezhny frá UKR sem er í 143 sæti. Ef vel gengur í fyrstu umferð þá verður róðurinn erfiður í þeirri næstu því andstæðingar þeirra þá verða keppendur í 5-9 sæti heimslistans og myndi Sveinbjörn mæta Vedat Albayrak frá Tyrklandi en hann var í 3. sæti á HM 2018 og Egill myndi mæta Kukolj Aleksandar Evrópumeistara 2017. Þátttakendur eru 553 frá 5 heimsálfum og 95 þjóðum. Karlarnir eru 322 og konurnar eru 231. Hér er keppnisröðin og á Sveinbjörn 14 viðureign á velli 1 og Egill 5 viðureign á velli 2. Hér er tengill á beina útsendingu.