Æfingahelgi með Færeyingum

Dagana 9-10 október voru haldnar æfingar í JR með frændum okkar frá Færeyjum en hingað komu sautján keppendur í aldursflokkunum U15 og U18 auk þjálfara og foreldra. Því miður var töf á fluginu hjá þeim á föstudeginum svo ekki varð að sameiginlegri æfingu þann daginn en í staðinn var sunnudeginum bætt við þannig að æfingarnar urðu þrjár, tvær á laugardegi og ein á sunnudegi og voru þær mjög vel sóttar en um fjörtíu voru á æfingunni þegar mest var. Æfingahelgin var mjög vel heppnuð og ákaflega ánægjulegt að fá þessa heimsókn frá Færeyjum sem við þurfum að endurgjalda einhven daginn. Takk fyrir komuna Færeyingar.

Opna Finnska 2021 – Upplýsingar

Upplýsingar varðandi ferð á Opna Finnska 28.-31. október

Athugið að börn undir 18 ára aldri sem ferðast ein eða í fylgd ættingja, íþrótta- eða skólahópa þurfa að hafa meðferðis frá foreldrum samþykkisyfirlýsingu, sjá nánar hér.

Ferðin út

Við ætlum að hittast á brottfararsal Keflavíkurflugvallar í síðasta lagi kl 5:30 þann 28. október. Farastjóri mun halda utanum alla miða fyrir alla.

Flogið verður með flugi FI306 kl 07:35 til Stokkhólms, og svo verður skipt um vél og fer sú vél kl 16:40. Komutími til Finnlands er áætlaður kl 18:40. Því næst verður ferðast með rútu til Turku og tekur ferðalagið sirka tvær klukkustundir.

Ferðin heim

Rúta mun sækja okkur á hótelið kl 3:30 um morgunin og keyra okkur á flugvöllin. Við eigum flug kl 7:45 flugnúmer AY0801til Stokkhólms. Tengiflugið fer svo í loftið í Stokkhólmi kl 12:55 flugnúmer : FI307 og er áætlaður komutími 15:10 til Keflavíkur.

Hótel

Hótelið sem verður dvalið á er á heitir Original Sokos Hotel Kupittaa. Morgunmatur er innifalin og er staðsett hliðina á keppnishöllinni og lestarstöðinni.

Vigtun

Vigtað er inn á föstudeginum kl 19-21:30. Keppendur þurfa að sýna vegabréf

Judogallar

Allir keppendur nema þeir sem keppa bara í U15 verða að vera með hvítan og bláan galla. Gallar þurfa ekki að vera “RED label”. Mælt er með að keppendur hafi baknúmer á gallanum sínum, en það er ekki skylda á þessu móti.

Ráðstafanir vegna Covid

Á leiðinni út:

Allir fæddir 2006 og síðar þurfa ekki að gera neinar ráðstafanir.

Allir aðrir þurfa að forskrá sig fyrir komuna til Finnlands.

Allir aðrir þurfa að hafa meðferðis bólusetningarvottorð eða vottorð sem sýnir fram á að aðili hafi sýkst af covid-19.

Aðili sem er fæddur 2005 eða fyrr þarf að fara í 3 daga sóttkví við komu til Finnlands ef hann er ekki bólusettur.

Á heimleiðinni:

Allir fæddir 2005 og síðar þurfa ekki að gera neinar ráðstafanir.

Allir aðrir þurfa að forskrá sig fyrir komuna til landsins .

Allir aðrir þurfa að sýna fram á bólusetningarvottorð. Vottorð um fyrra smit af Covid og vottorð um bólusetningu gegn Covid er hægt að nálgagst á vef Heilsuvera.is undir flipanum Covid-19. Þau eru ókeypis.

Aðili sem er fæddur 2004 eða fyrr og er ekki bólusettur þarf að hann fara í 5 daga sóttkví við komu til landsins og fara í tvo Pcr próf.

Þormóður Á. Jónsson
Framkvæmdastjóri
Judosamband Íslands
S:6923595/5144048

Judoiðkendur frá Færeyjum í heimsókn

Í dag kemur sautján manna hópur ungra judoiðkenda frá Færeyjum til landsins. Flestir eru í aldursflokknum U13 og U15 (11-14 ára) og nokkrir í U18 (15-17 ára). Það verða haldnar þrjár æfingar með þeim í JR. Áætlað er að fyrsta æfingin verði í dag frá kl. 17:00 til 18:30 fyrir U13 og U15 og svo munu Færeyingarnir í U18 mæta á æfinguna kl. 18:30 hjá meistaraflokki. Því miður er töf á fluginu hjá þeim svo líklega ná þeir ekki fyrri æfingunni en þeirri seinni ættu þeir að ná. Á morgun laugardag verða tvær æfingar fyrir báða aldursflokka. Fyrri æfingin verður frá kl. 11:30 til 13:00 og sú seinni frá kl. 17:00 til 18:30. Allir aldursflokkarnir (U13/U15/U18) æfa á sama tíma en þeir glíma að sjálfsögðu ekki saman og verður þeim skipt niður á dýnurnar eftir aldri. Látið ykkur nú ekki vanta, mætið tímanlega og reynið ykkur við frændur ykkar frá Færeyjum. Iðkendur úr öðrum klúbbum í þessum aldursflokkum eru að sjálfsögðu velkomnir og vonumst við til þess að sjá sem flesta.

Hafa lokið keppni á HM juniora

Þá hafa þeir Kjartan Hreiðarsson og Ingólfur Rögnvaldsson lokið keppni á sínu fyrsta heimsmeistaramóti juniora sem haldið er þessa dagana í Olbia á Sardiníu. Því miður þá lutu báðir í lægra haldi gegn andstæðingum sínum eftir stutta viðureign og báðir töpuðu þeir viðureignum sínum í gólfglímunni sem kom á óvart því báðir eru þeir mjög öflugir þar. Þeir hófu keppni í 64 manna útslætti en aðeins 32 komast áfram í aðra umferð. Eins og venja er á heimsmeistaramótum þá er keppt með útsláttarfyrirkomulagi og engar uppreisnarglímur nema fyrir þá sem komast alla leið í átta manna úrslit og er það löng leið. Þó svo að glímurnar hafi ekki orðið fleiri hjá þeim að þessu þessu sinni þá eru þeir reynslunni ríkari og munu án nokkurns vafa mæta sterkari til leiks næst. Hér má sjá viðureignir þeirra (Ingólfur) (Kjartan) og úrslitin í öllum flokkum.

Búið að draga á HM juniora

Þá er búið að draga á Heimsmeistaramóti Juniora 2021 og í -66 kg flokknum drógst Ingólfur Rögnvaldsson gegn David Ickes frá Þýskalandi en hann situr í 112 sæti heimslistans og í -73 kg flokknum mætir Kjartan Hreiðarsson keppanda frá USA Dominic Rodriguez sem er í 13 sæti heimslistas. Keppnin hefst á morgun kl. 7 að íslenskum tíma, keppt verður á þremur völlum og á Ingólfur 10. glímu á velli 3 sem gæti verið um kl. 7:40. Kjartan keppir á fimmtudaginn og þá hefst keppnin kl. 8 að íslenskum tíma og á Kjartan 6. glímu á velli 1. sem gæti verið um kl. 8:25. Upplýsingar um dráttinn, keppnisröðina, beina útsendinguna og fleira má finna hér.  Til að horfa á beina útsendingu þarf að hafa (IJF account) sem er frír og notast aftur og aftur. Keppnisröðin Drátturinn  – Bein útsending

Heimsmeistaramót Juniora 2021

World Championships Juniors 2021 fer fram dagana 6. til 10. október í Olbia á Sardiníu í Ítalíu og verða þeir Ingólfur Rögnvaldsson og Kjartan Hreiðarsson á meðal þátttakenda og eru þeir að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Þeim til aðstoðar er Gísli Egilson þjálfari og fararstjóri í ferðinni. Þátttakendur eru 507 frá 5 heimsálfum og 73 þjóðum, 294 karlar og 213 konur. Ingólfur keppir miðvikudaginn 6. okt. í -66 kg flokki sem er fjölmennasti flokkurinn en þar eru skráðir keppendur fimmtíu og átta og Kjartan keppir daginn eftir í -73 kg flokki þar sem keppendur eru ekki mikið færri eða fimmtíu og einn. Dregið verður á morgun í beinni útsendingu og keppnin hefst svo á miðvikudaginn kl. 7:00 að íslenskum tíma og verður hún vonandi einnig í beinni útsendingu. Upplýsingar um dráttinn, keppnisröðina, beina útsendinguna og fleira má finna hér.  Til að horfa á beina útsendingu þarf að hafa (IJF account) sem er frír og notast aftur og aftur. Keppnisröðin – Drátturinn  – Bein útsending

Síðasta æfing áður en haldið var af stað til Ítalíu.

Haustmót JSÍ 2021 – JR með níu gull

Haustmóti JSÍ í öllum aldursflokkum (U13/U15/U18/U21 árs og senioraflokkum) fór fram í gær laugardaginn 2. október. Þátttakendur voru fjörtíu og átta frá átta klúbbum. Judofélag Reykjavíkur var með um helming keppenda eða tuttugu og fjóra sem stóðu sig vel og unnu níu gullverðlaun, átta silfur og sex bronsverðlaun. Margir okkar keppenda voru að keppa í fyrsta skipti og stóðu sig frábærlega sem og hinir sem meiri reynslu hafa. Ánægjulegt var að sjá hversu miklum framförum margir okkar keppenda eru að taka eins og t.d. Alli Kalli, Nökkvi, Daron, Helena og Weronika svo einhver nöfn séu nefnd en fleiri mætti nefna. Nokkrir af okkar sterkustu keppendum gátu ekki verið með að þessu sinni eins og Árni Lund, Zaza Simonishvili og Andri Fannar og þeir Kjartan Hreiðars og Ingólfur Rögnvalds voru lagðir af stað til Ítalíu til að taka þátt í heimsmeistaramóti U21 árs sem haldið verður í vikunni. Þeir Eyjólfur Orri (karlar -90) og Garðar Sigurðsson (karlar -81) létu sig hinsvegar ekki vanta þrátt fyrir að vera eitthvað eldri en andstæðingarnir en þeir æfa vel og eru í fínu formi og eiga heiður skilið fyrir þátttökuna. Hermann Unnarsson sem ekki hefur keppt í mörg ár ákvað að taka þátt og þrátt fyrir mikla keppnisreynslu þá dugði það ekki til því æfingaleysið setti strik í reikninginn og Jakub frá Selfossi sigraði 81 kg flokk karla en hann hafði einnig sigrað sama flokk í U21 árs. Daníel úr JRB átti góðan dag og vann einnig tvöfalt er hann sigraði 66 kg flokkinn í U21 og karlaflokk. Hannes úr KA sem keppti í U21 -81 kg meiddist því miður og ákvað að hætta keppni en var þá búnn að sigra allar sínar viðureignir og átti aðeins eina eftir. Það varð til þess að allar hans glímur þurkuðust út og aðrir færðust til í flokknum en vegna rangs innsláttar í tölvu voru röng úrslit tilkynnt á mótinu en það hefur verið leiðrétt. Mikið var af spennandi og flottum viðureignum sem oft enduðu með fallegu ippon kasti eða þá með uppgjöf í gólfglímunni og var gaman að sjá hversu snjallir og útsjónarsamir margir eru orðnir þar. Hægt er að sjá flestar glímurnar á YouTube en hér eru úrslitin og hér neðar myndir af verðlaunahöfum. Fleiri myndir og video munu birtast á judo.is og facebook næstu daga.

Haustmót JSÍ í Grindavík

Haustmót JSÍ 2021 í öllum aldursflokkum, U13/U15/U18/U21 og senioraflokkum verður haldið laugardaginn 2. okt. Íþróttahúsi Grindavíkur.

Uppfærð tímaáætlun.

Aldursflokkar U13, U15 og U18 hefja keppni kl. 10:00 áætluð mótslok kl. 11:30. Vigtun á keppnisdegi á mótsstað frá 9:00 til 9:30.
Keppendur í aldursflokkum U21 og senioraflokki geta líka vigtað á þessum tíma.

Aldursflokkur U21 árs hefur keppni um kl. 11:30 og mótslok áætluð kl. 13:00. Vigtun á keppnisdegi á mótsstað frá 10:30 til 11:00.
Keppendur í senioraflokki geta líka vigtað á þessum tíma.

Senioraflokkar hefja keppni um kl. 13:00 og mótslok áætluð um kl. 14:30. Vigtun á keppnisdegi á mótsstað frá 12:00 til 12:30.

Vegna sóttvarnarráðstafanna þurfa keppendur og áhofendur að notast við innganginn að aftanverðri byggingunni sem sýndur er á myndinn