Æfingahelgi með Færeyingum

Dagana 9-10 október voru haldnar æfingar í JR með frændum okkar frá Færeyjum en hingað komu sautján keppendur í aldursflokkunum U15 og U18 auk þjálfara og foreldra. Því miður var töf á fluginu hjá þeim á föstudeginum svo ekki varð að sameiginlegri æfingu þann daginn en í staðinn var sunnudeginum bætt við þannig að æfingarnar urðu þrjár, tvær á laugardegi og ein á sunnudegi og voru þær mjög vel sóttar en um fjörtíu voru á æfingunni þegar mest var. Æfingahelgin var mjög vel heppnuð og ákaflega ánægjulegt að fá þessa heimsókn frá Færeyjum sem við þurfum að endurgjalda einhven daginn. Takk fyrir komuna Færeyingar.