Búið að draga á HM juniora

Þá er búið að draga á Heimsmeistaramóti Juniora 2021 og í -66 kg flokknum drógst Ingólfur Rögnvaldsson gegn David Ickes frá Þýskalandi en hann situr í 112 sæti heimslistans og í -73 kg flokknum mætir Kjartan Hreiðarsson keppanda frá USA Dominic Rodriguez sem er í 13 sæti heimslistas. Keppnin hefst á morgun kl. 7 að íslenskum tíma, keppt verður á þremur völlum og á Ingólfur 10. glímu á velli 3 sem gæti verið um kl. 7:40. Kjartan keppir á fimmtudaginn og þá hefst keppnin kl. 8 að íslenskum tíma og á Kjartan 6. glímu á velli 1. sem gæti verið um kl. 8:25. Upplýsingar um dráttinn, keppnisröðina, beina útsendinguna og fleira má finna hér.  Til að horfa á beina útsendingu þarf að hafa (IJF account) sem er frír og notast aftur og aftur. Keppnisröðin Drátturinn  – Bein útsending