Hafa lokið keppni á HM juniora

Þá hafa þeir Kjartan Hreiðarsson og Ingólfur Rögnvaldsson lokið keppni á sínu fyrsta heimsmeistaramóti juniora sem haldið er þessa dagana í Olbia á Sardiníu. Því miður þá lutu báðir í lægra haldi gegn andstæðingum sínum eftir stutta viðureign og báðir töpuðu þeir viðureignum sínum í gólfglímunni sem kom á óvart því báðir eru þeir mjög öflugir þar. Þeir hófu keppni í 64 manna útslætti en aðeins 32 komast áfram í aðra umferð. Eins og venja er á heimsmeistaramótum þá er keppt með útsláttarfyrirkomulagi og engar uppreisnarglímur nema fyrir þá sem komast alla leið í átta manna úrslit og er það löng leið. Þó svo að glímurnar hafi ekki orðið fleiri hjá þeim að þessu þessu sinni þá eru þeir reynslunni ríkari og munu án nokkurns vafa mæta sterkari til leiks næst. Hér má sjá viðureignir þeirra (Ingólfur) (Kjartan) og úrslitin í öllum flokkum.