Haustmót JSÍ 2022

Haustmót JSÍ 2022 í öllum aldursflokkum, U13/U15/U18/U21 og senioraflokkum verður haldið laugardaginn 22. okt. Íþróttahúsi Grindavíkur.

Aldursflokkar U13, U15 hefja keppni kl. 10:00 sem lýkur um kl. 11:00. Keppni U18 hefst kl. 12 og strax að þeirri keppni lokinni hefst keppni í U21 árs aldursflokki. Keppni í senioraflokki er svo áætluð að hefjist um kl. 14.

Vigtun í JR föstudaginn 21. okt. frá 18-19 eða á keppnisdegi á mótsstað frá 9:00 til 9:30 fyrir alla aldursflokka en keppendur í aldursflokkum U18 og eldri geta líka vigtað sig þann dag frá kl. 11-11:30.

Úrslit Afmælismóts JR 2022 – yngri flokkar

Afmælismót JR í yngri aldursflokkum var haldið í gær laugardaginn 15. október í æfingasal félagsin að Ármúla 17. Þátttakendur voru rúmlega fjörtíu frá sex judoklúbbum. Fyrir utan keppendur frá JR þá voru keppendur frá Judodeild Ármanns, Judodeild Grindavíkur, Judodeild ÍR, Judofélagi Reykjanesbæjar (JRB) og Judodeild Tindastóls. Keppnin hófst kl. 13:10 og lauk kl. 15:30. Keppt var í aldursflokkum frá 8 ára og til og með 14 ára. Mótið var skemmtilegt, fullt af flottum viðureignum og gaman að fylgjast með tilvonandi judo meisturum sem margir hverjir sýndu góð tilþrif. Starfsmenn mótsins voru þeir Ari Sigfússon og Jóhann Másson sem sáu vigtun og mótsstjórn, Mikael Ísaksson hafði umsjón með klukku og stigagjöf og dómarar voru þau Helena Bjarnadóttir, Weronika Komendera, Skarphéðinn Hjaltason, Aðalsteinn Björnsson og Atli Þórðarson sem hélt utan um dómgæsluna og leystu þau það verkefni vel af hendi. Á æfingu barna 5-6 ára hjá JR fyrr um daginn var haldið lítið æfingamót og glímdu öll börnin tvær viðureignir og sýndu getu sína og kunnáttu og fengu öll gullverðlaun að lokinni æfingu.

Hér eru myndir frá mótinu og verðlaunahöfum en einhverjir þurftu að fara áður en verðlaunaafhendingin hófst og vantar því einhverja á myndirnar. Hér eru svo úrslitin og video klippa frá keppninni.

Afmælismót JR 2022 í yngri flokkum

Afmælismót JR 2022 í yngri aldursflokkum verður haldið laugardaginn 15. október og hefst það kl. 13:00.
Mótið er opið öllum klúbbum, engin lágmarksgráða og keppt í eftirfarandi aldursflokkum.
Aldursflokkar: U9, U10 og U11 (8, 9 og 10 ára) fæðingarár, 2014, 2013, 2012.
Aldursflokkar: U13 (11-12 ára) og U15 (13-14 ára) fæðingarár, 2011, 2010 og 2009 og 2008.

Húsið opnar kl. 12:00 á laugardaginn og verða krakkarnir þá vigtaðir frá kl. 12:00 til 12:30.
Mæta tímanlega í vigtun því eftir að henni lýkur kl. 12:30 eru þeir afskráðir sem mættu ekki.

Keppnin hefst svo kl. 13:00 og ætti að ljúka um kl. 15:30.
Börn 8-10 ára frá 13:00-14:00 og börn 11-14 ára frá 14:00-15:30
Tímasetningar gætu breytst svo nánari tímasetning verður tilkynnt að lokinni skráningu.

Skráning til miðnættis 10. október í skráningarkerfi JSÍ.
Keppnisgjald 1.000 kr greiðist af félagi viðkomandi keppanda.

Æfingabúðir í Svíþjóð

Daganna 26-29 september tekur hópur íslenskra judomanna þátt í Nordic Training Camp Malmö í Svíþjóð en æfingabúðirnar eru skipulagðar af sænska judosambandinu og fara fram í afreksmiðstöðinni í Baltiska Hallen. Þátttaka okkar er liður í undirbúningi fyrir næstu lansliðsverkefni en framundan er meðal annars þátttaka í Evrópumeistaramóti smáþjóða (GSSE) dagana 5-6 nóvember. Þátttakendur okkar í æfingabúðunum eru þeir Kjartan Hreiðarsson, Ingólfur Rögnvaldsson, Skarphéðinn  Hjaltason og Egill Blöndal og með þeim í för er landsliðsþjálfarinn Zaza Simonishvili.

Frá v-h. Kjartan, Skarphéðinn, Ingólfur, Egill og Zaza

Keppa á Evrópumeistaramóti Juniora

Í dag lögðu af stað til Tékklands þeir Ingólfur Rögnvaldsson og Kjartan Hreiðarsson úr JR ásamt landsliðsþjálfara Zaza Simonishvili til að taka þátt í Evrópumeistaramóti Juniora sem haldið er í Prag í vikunnni en það hefst fimmtudaginn 15. september. Dregið verður í öllum flokkum á miðvikudaginn og þá kemur í ljós hverjum þeir mæta en keppendur eru 353 í karla og kvennaflokkum frá 39 þjóðum. Ingólfur keppir í -66 kg flokki á fimmtudaginn og Kjartan í -73 kg flokki á föstudaginn. Hér og hér er hægt að sjá allrar upplýsingar um mótið og fylgjast með í beinni útsendingu .

Haustdagskráin hefst 22. ágúst

Full starfsemi hefst aftur samkvæmt stundaskrá mánudaginn 22. ágúst með æfingum hjá meistaraflokki, byrjendum og framhaldi 15 ára og eldri og börnum 11-14 ára. Æfingar barna 7-10 ára hefjast svo þriðjudaginn 23. ágúst sem og Gólfglíma 15 ára og eldri og að lokum hefjast svo æfingar barna 5-6 ára laugardaginn 27. ágúst. 

Byrjendur fá frían prufutíma og er í góðu lagi að mæta í tímann með síðar íþróttabuxur og bol en Judobúninga er hægt að fá hjá JR.

Helstu upplýsingar eins og æfingatímagjöld og þjálfarar má finna hér.
Frekari upplýsingar í síma 588-3200 eða senda tölvupóst á netfangið jr@judo.is

Hér er hægt að skrá sig og ef ákveðið er að halda áfram að loknum prufutíma þá er gengið frá lokaskráningu og námskeiðsgjaldi hér.

Hayward Nishioka heimsótti JR

Hayward Nishioka 9. dan sem er mjög virtur judomaður frá Los Angeles kom í óvænta heimókn í JR í gær. Hayward sem er fyrrum heimsklassa keppandi, var tvisvar sinnum í fimmta sæti á heimsmeistaramóti, gullverðlaunahafi á Pan-Ameríkuleikum og margfaldur Bandarískur meistari. Hann var einnig alþjóðlegur dómari og dæmdi ekki bara í Ameríku heldur einnig í Asíu og Evrópu og hann hefur verið aðalþjálfari Bandaríkjana á nokkrum viðburðum. Hayward er einnig með svart belti Karate og Kendo. Hayward sem er áttræður hefur komið víða við á löngum ferli. Hann hefur kennt judo yfir 40 ár, skrifað fjölda bóka um judo, æft með þeim bestu á sínum tíma eins og Ólympíumeistaranum Anton Geesink, leikið í hasarmyndum þar sem judo/karate kom við sögu og var persónulegur vinur Bruce Lee og æfði oft með honum og hefur verið tekinn inn í US Judo Hall of Fame. Það var ákaflega ánægjulegt að hitta Hayward og fá tækifæri á því að spjalla við hann um liðna tíð. Takk fyrir komuna Hayward.