Evrópumeistaramót juniora 2023 hófst í dag en það fer fram 7-9 sept. í Haag í Hollandi. Þangað lögðu af stað í gær ásamt Zaza Simonishvili landsliðsþjálfara þrír keppendur sem hann valdi til þátttöku en það eru þeir Kjartan Hreiðarsson -73 kg og Böðar Arnarsson -81 kg sem keppa á morgun föstudaginn 8. sept. og Skarphéðinn Hjaltason -90 kg sem keppir á laugardaginn. Keppendur eru 366 frá 43 þjóðum 209 karlar og 157 konur. Það er óhætt að segja að þeir hefðu getað verið heppnari með mótherja en Kjartan drógst á móti Fabrizio frá Ítalíu sem er í 14. sæti heimslistans og eiga þeir níundu glímu á velli eitt. Böðvar mætir Maddaloni á velli tvö í tólftu glímu en hann varð í öðru sæti á EM 2022 og Skarphéðinn mætir Evrópumeistaranum frá 2022 Talibov frá Azerbaijan á velli tvö í áttundu glímu. Keppnin hefst kl. 8:30 á okkar tíma og fylgjast má með henni í beinni útsendingu á JudoTV.