Æfingahelgi á Eyrabakka 27-28 okt

Judofélag Suðurlands mun verða með æfingabúðir 27. – 28. október í íþróttahúsinu á Eyrarbakka, Búðarstíg 7 sjá www.jsjudo.is/eyrarbakki-stokkseyri/. Æfingarnar verða á föstudeginum kl. 18:00 og á laugardeginum kl. 14:00. Fimm erlendi gestir frá Bretlandi munu taka þátt í æfingunum en það eru þau, Martin Rance 5. Dan þjálfari, Jodie Caller 3. Dan þjálfari og keppnismaður, Mariia Gaidamachenko 1. Dan 19 ára -57kg, Marc-Anthony Hunt 1. Dan 17 ára -81kg, Marc-Anthony Hunt 1. Dan 17 ára -81kg og Charles Harris 1. Dan 17 ára -90kg. Þjálfarar verða þau George Bontakis 6. Dan og Eirini Fytrjou 1. Dan. Æfingarnar eru öllum opnar og er þátttökugjaldið kr. 5.000,- fyrir báða dagana. Vinsamlegast staðfestið þáttöku með greiðslu inn á reikning Judofélags Suðurlands – Landsbankinn 0133 26 009646 kt.520623-1240. JR hvetur alla iðkendur sína 15 ára og eldri til þess að taka þátt í þessum viðburði.