Manuel Lombardo með æfingu í JR

Manuel Lombardo verður með æfingu í JR sunnudaginn 27. ágúst og hefst hún kl. 14:00 og er hún opin öllum klúbbum. Eins og flest ykkar vita hefur Manuel unnið til fjölda verðlauna á sterkustu mótum heims eins og Grand Prix og Grand Slam og meðal annars hann hefur í tvígang unnið silfurverðlaun á heimsmeistaramóti seniora og nú síðast í maí og varð Evrópumeistari í -73 kg flokki 2021. Manuel hefur verið í fríi hér á landi og hefur Judofélag Suðurlands haft veg og vanda af því að fá hann til að vera með þessa æfingu og hafi þeir þökk fyrir. Hvetjum við alla judomenn yngri sem eldri til að mæta á sunnudaginn og læra af einum besta judomanni heims í dag en hér má sjá flott tilþrif með honum.