MALAGA SENIOR EUROPEAN CUP 2023

Þeir Kjartan HreiðarssonHrafn Arnarsson keppa á Malaga Senior European Cup um helgina og með þeir er Zaza Simonishvili landsliðsþjálfari. Kjartan keppir á morgun laugardag og Hrafn keppir á sunnudaginn. Keppendur eru þrjúhundruð fimmtíu og fimm frá þrjátíu og fimm þjóðum. Kjartan sem keppir í -73 kg flokki mætir Andis Dolgilevics (LAT) og Hrafn sem keppir í -81 kg flokki mætir Thien Oulevey (SUI). Keppnin hefst báða dagana kl. 7:00 á okkar tíma og á Kjartan á 4. glímu á velli tvö sem gæti þá verið um kl. 7:15 og Hrafn á 9. glímu á velli þrjú sem gæti þá verið um kl. 7:40. Fylgjast má með keppninni í beinni útsendingu á JudoTv. Að loknu móti taka við æfingabúðir hjá þeim félögum í Malaga út næstu viku. Myndin hér neðar er tekin af þeim í OTC æfingabúðunum í Slóvakíu í byrjun október.