Frábært námskeið með Manuel Lombardo

Það ver vel sótt námskeiðið með Manuel Lombardo um helgina en þátttakendur voru rúmlega þrjátíu frá fimm klúbbum. Megnið af námskeiðinu fóru í tækniæfingar sem voru alveg frábærar en Manuel sem er einn af bestu judomönnum heims um þessar mundir (8. sæti heimslistans) kom þeim vel til skila. Þátttakendurnir sem voru mjög áhugasamir, soguðu til sín fræðin og munu örugglega geta nýtt sér eitthvað af því sem þeir sáu á komandi tímum ef þeir halda áfram að æfa það sem farið var í. Við hjá JR þökkum Manuel fyrir komuna og George Bountakis og Judofélagi Suðurlands fyrir þeirra aðkomu að heimsókn Manuels.